Innlent

Sorgarborðar á feig hús

Svartir sorgarborðar voru í nótt hengdir á húsin sem má rífa við Laugaveginn; andófinu er bersýnilega ekki hætt þótt umræðan sé þögnuð. Heimilt er að rífa á þriðja tug húsa sem flest eru meira en hundrað ára gömul. Borðarnir voru hengdir upp að næturþeli til að minna á varðveislugildi húsanna. Frank Michelsen úrsmiður mótmælir aðferðum andófsmannanna og segir sum þessara húsa, svo sem Brynjuhúsið, ekki verða rifin - og að raunar verði ekkert hús fjarlægt nema hægt sé að sýna að nýbyggingin falli vel að götumyndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×