Full alvara með eigin vegaáætlun 7. maí 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira