Innlent

60 ár frá lokum styrjaldar

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, boðar til samkirkjulegrar minningar- og bænastundar í Hallgrímskirkju í dag kl. 17.00 til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fulltrúar rómversk-kaþólskra, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli taka þátt í bænastundinni. Rabbíinn Michael A. Levin mun tóna á arameisku bæn fyrir hinum látnu, Kaddish, til minningar um þá sem létu lífið í helförinni. Fulltrúi íslenskra sjómanna sem sigldu í skipalestunum í heimsstyrjöldinni síðari, les ritningarlestur auk þess sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, flytur ávarp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×