Fréttir Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 13.10.2005 19:35 Olíufélögin höfða mál Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt. Innlent 13.10.2005 19:35 Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. Erlent 13.10.2005 19:35 Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. Erlent 13.10.2005 19:35 Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. Erlent 13.10.2005 19:35 Bjargað af þaki bifreiðar Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu. Innlent 13.10.2005 19:35 Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. Innlent 13.10.2005 19:35 Djammið hafið í Eyjum Yfir fimmtán hundruð manns eru komin til Vestmannaeyja en húkkaraballið fræga verður haldið þar í kvöld. Fá tjöld voru komin upp á Akureyri í dag en í Galtalæk eru komnir um 500 gestir. Veðurfræðingar spá mildu veðri en samt einhverri vætu um helgina. Innlent 13.10.2005 19:35 Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. Erlent 13.10.2005 19:35 NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. Erlent 13.10.2005 19:35 Skemmtiferðaskip á Ísafirði Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator hafi kom til Ísafjarðar í morgun. Og er það stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni. Innlent 13.10.2005 19:35 Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. Erlent 13.10.2005 19:35 Mönnum bjargað úr Skyndidalsá Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist. Innlent 13.10.2005 19:35 Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. Innlent 13.10.2005 19:35 Jeppi valt á Miklubraut Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:35 15 milljarða aukning tekjuskatts Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts. Innlent 13.10.2005 19:35 Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. Erlent 13.10.2005 19:35 Fjórir Svíar reknir út af hóteli Fjórum sænskum ríkisborgurum var kastað út af hóteli í Árósum í Danmörku vegna gruns um hryðjuverk. Mennirnir segjast hafa komið til borgarinnar til að sjá stjörnurnar í knattspyrnuliðinu Barcelona leika við heimamenn. Erlent 13.10.2005 19:35 Handtökur í Birmingham Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:35 Bílvelta í Vopnafirði Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Vopnafirði síðdegis í gær og fór nokkrar veltur. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél og lagður inn á Landsspítalann, en er ekki lífshættulega slasaður. Þrjár unglingsstúlkur, sem voru með honum í bílnum sluppu með skrámur. Innlent 13.10.2005 19:35 Íslenska þjóðin bjartsýn Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði. Innlent 13.10.2005 19:35 Undur og stórmerki á Ítalíu Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast. Erlent 13.10.2005 19:35 Fækka hermönnum næsta vor Forsætisráðherra Íraks vill að Bandaríkjamenn hefji fljótlega brottfluttning herafla síns frá Írak. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna segir raunhæft að byrja að fækka hermönnum næsta vor. Ibrahim Al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks fundaði með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Baghdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:35 Bílstjórar ekki sammála Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu. Innlent 13.10.2005 19:35 Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 13.10.2005 19:35 Einn sprengjumanna sagður í haldi Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Erlent 13.10.2005 19:35 Mótmælendur látnir lausir Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi. Innlent 13.10.2005 19:35 Bandaríska þjóðin efast Meirihluti Bandarísku þjóðarinnar efast um að bandamönnum takist að vinna stríðið í Írak, samkvæmt Gallup könnun sem birt var í dag. Þá telur meirihlutinn að ríkisstjórn Georges Bush hafi gefið rangar upplýsingar til þess að afla fylgis við innrás. Erlent 13.10.2005 19:35 Norður-Kóreumenn setja skilyrði Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarnavopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún telur Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum er fjarlægð og samskipti við Bandaríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap. Erlent 13.10.2005 19:35 Mótmælendur yfirgefa tjaldstæðið Frestur, sem fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði gaf mótmælendum við Kárahnjúka til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar, rann út klukkan tólf og lögreglulið er á leið á svæðið til að ganga úr skugga um að því verði framfylgt. Innlent 13.10.2005 19:35 « ‹ ›
Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 13.10.2005 19:35
Olíufélögin höfða mál Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt. Innlent 13.10.2005 19:35
Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. Erlent 13.10.2005 19:35
Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. Erlent 13.10.2005 19:35
Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. Erlent 13.10.2005 19:35
Bjargað af þaki bifreiðar Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu. Innlent 13.10.2005 19:35
Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. Innlent 13.10.2005 19:35
Djammið hafið í Eyjum Yfir fimmtán hundruð manns eru komin til Vestmannaeyja en húkkaraballið fræga verður haldið þar í kvöld. Fá tjöld voru komin upp á Akureyri í dag en í Galtalæk eru komnir um 500 gestir. Veðurfræðingar spá mildu veðri en samt einhverri vætu um helgina. Innlent 13.10.2005 19:35
Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. Erlent 13.10.2005 19:35
NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. Erlent 13.10.2005 19:35
Skemmtiferðaskip á Ísafirði Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator hafi kom til Ísafjarðar í morgun. Og er það stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni. Innlent 13.10.2005 19:35
Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. Erlent 13.10.2005 19:35
Mönnum bjargað úr Skyndidalsá Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist. Innlent 13.10.2005 19:35
Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. Innlent 13.10.2005 19:35
Jeppi valt á Miklubraut Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:35
15 milljarða aukning tekjuskatts Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts. Innlent 13.10.2005 19:35
Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. Erlent 13.10.2005 19:35
Fjórir Svíar reknir út af hóteli Fjórum sænskum ríkisborgurum var kastað út af hóteli í Árósum í Danmörku vegna gruns um hryðjuverk. Mennirnir segjast hafa komið til borgarinnar til að sjá stjörnurnar í knattspyrnuliðinu Barcelona leika við heimamenn. Erlent 13.10.2005 19:35
Handtökur í Birmingham Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:35
Bílvelta í Vopnafirði Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Vopnafirði síðdegis í gær og fór nokkrar veltur. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél og lagður inn á Landsspítalann, en er ekki lífshættulega slasaður. Þrjár unglingsstúlkur, sem voru með honum í bílnum sluppu með skrámur. Innlent 13.10.2005 19:35
Íslenska þjóðin bjartsýn Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði. Innlent 13.10.2005 19:35
Undur og stórmerki á Ítalíu Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast. Erlent 13.10.2005 19:35
Fækka hermönnum næsta vor Forsætisráðherra Íraks vill að Bandaríkjamenn hefji fljótlega brottfluttning herafla síns frá Írak. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna segir raunhæft að byrja að fækka hermönnum næsta vor. Ibrahim Al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks fundaði með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Baghdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:35
Bílstjórar ekki sammála Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu. Innlent 13.10.2005 19:35
Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 13.10.2005 19:35
Einn sprengjumanna sagður í haldi Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Erlent 13.10.2005 19:35
Mótmælendur látnir lausir Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi. Innlent 13.10.2005 19:35
Bandaríska þjóðin efast Meirihluti Bandarísku þjóðarinnar efast um að bandamönnum takist að vinna stríðið í Írak, samkvæmt Gallup könnun sem birt var í dag. Þá telur meirihlutinn að ríkisstjórn Georges Bush hafi gefið rangar upplýsingar til þess að afla fylgis við innrás. Erlent 13.10.2005 19:35
Norður-Kóreumenn setja skilyrði Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarnavopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún telur Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum er fjarlægð og samskipti við Bandaríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap. Erlent 13.10.2005 19:35
Mótmælendur yfirgefa tjaldstæðið Frestur, sem fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði gaf mótmælendum við Kárahnjúka til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar, rann út klukkan tólf og lögreglulið er á leið á svæðið til að ganga úr skugga um að því verði framfylgt. Innlent 13.10.2005 19:35