Erlent

Undur og stórmerki á Ítalíu

Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast. Sérfræðingar og lögregla komu til kirkjunnar í gær til að skoða styttuna og söfnuðu ljósmyndum og myndböndum sem kirkjugestir höfðu tekið. Munu þeir tilkynna biskupi umdæmisins um niðurstöður sínar og er það í hans höndum hvort niðurstöðurnar verði gerðar opinberar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×