Fréttir

Fréttamynd

Varað við merkjablysum

Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Öryggissjónarmið ráði banni

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós.

Innlent
Fréttamynd

Meðbyr í baráttu samkynhneigðra

"Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða.

Innlent
Fréttamynd

Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta

XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gleymdi eiginkonunni

Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Enski boltinn í loftið á föstudag

Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá.

Innlent
Fréttamynd

Styður Menningarnótt næstu þrjú ár

Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

Taugatitringur við komu Discovery

Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA.

Erlent
Fréttamynd

R-listasamstarf hangir á bláþræði

Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Schröder sakaður um brot

Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs?

Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð fer hækkandi

Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkamaður með borgarkort

Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni.

Erlent
Fréttamynd

Sigur hjá Guðjóni

Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Notts County sigruðu í kvöld lið Wrexham á heimavelli sínum 1-0. Mark County kom á lokamínútu leiksins. Þetta var annar leikur liðsins í ensku 3.deildinni, þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Kjarnorkuárása minnst í kvöld

60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögum fækkað um helming

Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hafsíld húkkuð á færi

Síld var húkkuð á færi í Skagafirði á dögunum. Jón Drangeyjarjarl telur síldina ekki hina frægu Norðansíld, til þess sé hún of smá.

Innlent
Fréttamynd

15 ára ábyrgur fyrir dónasímtölum

Lögreglan í Kópavogi hefur haft upp á 15 ára pilti sem hefur viðurkennt að hafa hringt í símasjálfsalann í Smáralind síðastliðinn föstudag og verið með dónalegt orðbragð við unga drengi sem svörðuðu í símann. Talið var mögulegt að barnaníðingur gengi laus í kjölfar símtalanna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í umferðarslysi

Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í húsi innflytjenda

Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma.

Erlent
Fréttamynd

Lappað upp á Laugardalslaug

Það koma margir argir sundmenn frá Laugardalslauginni þessa dagana. Þeir fá ekki sundsprettinn sinn, því laugin er lokuð til þrettánda ágúst vegna viðhalds. Það á sér þó sínar skýringar að laugin sé lokað á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Aziz neitar að bera vitni

Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd.

Erlent
Fréttamynd

Ekki búið að lofa stækkun

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Discovery loks lent

Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn KEA ekki sammála

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn styrkir Menningarnótt

Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Portúgal

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum.

Erlent
Fréttamynd

Í hnapphelduna í íröksku sjónvarpi

Raunveruleikasjónvarpsþættir tröllríða heimsbyggðinni. Brúðkaupsþættir teljast til þessa flokks og eru víst ekki sérstaklega frumlegir - nema þá kannski sá sem íröksk sjónvarpsstöð hefur sett á dagskrá.

Lífið
Fréttamynd

Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn

Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjutilræði á Indlandi

Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð.

Erlent