Innlent

15 ára ábyrgur fyrir dónasímtölum

Lögreglan í Kópavogi hefur haft upp á 15 ára pilti sem hefur viðurkennt að hafa hringt í símasjálfsalann í Smáralind síðastliðinn föstudag og verið með dónalegt orðbragð við unga drengi sem svörðuðu í símann. Talið var mögulegt að barnaníðingur gengi laus í kjölfar símtalanna. Pilturinn gat ekki gefið neina skýringu á athæfi sínu nema fíflaskap. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu. Í skýrslutöku hjá lögreglu kom í ljós að pilturinn hefur áður í félagi við jafnaldra sína hringt í símasjálfsala til að kanna viðbrögð fólks sem á leið hjá sjálfsalanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×