Fréttir

Fréttamynd

Erfið vist hjá Khodorkovsky

Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir kvartana á síðasta ári

Kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna bárust tæplega tíu þúsund erindi á síðasta ári en erindin varða bæði almennar fyrirspurnir sem og kvartanir vegna þjónustu eða viðskipta.

Innlent
Fréttamynd

Reynt til þrautar að ná saman

Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans

Innlent
Fréttamynd

Tímaspursmál um árás

Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar.

Erlent
Fréttamynd

Fjögurra ára í ökuferð

Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka fjármagnstekjuskatt

"Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri

Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni.

Erlent
Fréttamynd

Ósamstaða hafi skaðað R-listann

Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti.

Innlent
Fréttamynd

Khodorkovskí íhugar þingframboð

Rússneski auðmaðurinn Míkhaíl Khodorkovskí, sem fyrr á árinu var dæmdur í fangelsi vegna fjármálamisferla, segist enn vera að íhuga að bjóða sig fram til rússneska þingsins þótt hann sitji á bak við lás og slá. Stjórnmálafræðingar víða um heim telja að Khodorkovskí hafa fyrst og fremst verið fangelsaður þar sem hann var að íhuga framboð og var talin mikil ógn við núverandi stjórnarherra.

Erlent
Fréttamynd

Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði

Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni.

Innlent
Fréttamynd

Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum

Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri.

Erlent
Fréttamynd

Skorar á Bílddæling að gera upp

"Þeir eiga eftir að gera upp við okkur starfsfólkið fjórar vikur, reyndar var slumpað inn á reikningana sem átti að vera tveggja vikna laun en hinar tvær vikurnar eru með öllu óuppgerðar," segir Sólrún Aradóttir fyrrum starfsmaður Bílddælings útgerðarfyrirtækisins á Bíldudal sem lagði niður starfsemi sína í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld

Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Lá við stórslysi í eldsvoða

Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Bílddælingar dæla kalkþörungi

Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir í prófkjörsslag

Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt

Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af.

Erlent
Fréttamynd

Fær hátt í 20 milljónir frá KEA

Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Tortrygginn vegna úranauðgunar

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að kaupa hesthús Gusts

Hesthúsaeigendum í Kópavogi hafa að undanförnu borist tilboð frá tveimur mönnum sem vilja kaupa upp hús þeirra. Ekkert samráð var haft við stjórn hestamannafélagsins og segir formaður þess að um aðför að félaginu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða tryggingar gegn hraðasektum

Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða.

Erlent
Fréttamynd

Flókin staða í norskri pólitík

Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Fær 20 milljóna starfslokasamning

Andri Teitsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KEA, fær tæpar tuttugu milljónir króna í starfslokasamning og stjórnarmenn í KEA höfðu fundið að einkafjárfestingum hans á meðan hann var í vinnu við fjárfestingar fyrir KEA

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússar að hefna sín á Póverjum?

Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu.

Erlent
Fréttamynd

Sex hermenn drepnir í Írak

Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Hive selur inn á ADSL kerfi Símans

Netfyrirtækið Hive, sem er með sitt eigið ADSL-dreifikerfi, hefur brugðið á það ráð að tengja viðskiptavini sína við dreifikerfi Símans, frekar en að missa þá yfir til Símans. "Við höfum trú á því að fyrr eða síðar verði Síminn að láta þetta af hendi," segir Arnþór Halldórsson, hjá Hive.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka olíuþjófnað á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á dísilolíu, sem er alveg ný tegund þjófnaðar og má líklega rekja til þess að dísilolían hækkaði um rúmlega hundrað prósent í verði og kostar nú álíka og bensín. Bensínþjófnaður hefur hins vegar lengi verið þekkt þjófnaðarafbrigði og leysti af hólmi snærisþjófnað fyrri alda. Þjófnaðurinn sem hér um ræðir snýst um 700 lítra af dísilolíu sem stolið var af geymi á vinnusvæði á Suðurlandi nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa breiðist út í Síberíu

Fuglaflensa heldur áfram að breiðast út í Síberíu í Rússlandi. Samkvæmt <em>Interfax</em>-fréttastofunni eru sýkt svæði í Rússlandi nú alls 14. 35 þúsund alifuglum hefur verið slátrað í héraðinu Novosibirsk, þar sem veiran greindist síðast, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hennar. Alls hafa ríflega átta þúsund villtir fuglar fundist dauðir í Síberíu og eru yfirvöld þar mjög á varðbergi.

Erlent