Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. 14.5.2025 15:55
Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi. 14.5.2025 15:31
Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Umfagnsmikil eftirlitsaðgerð var á Suðurlandsvegi í morgun þar sem fjöldinn allur af vörubílum var stöðvaður. Meðal brota voru akturs- og hvíldartímabrot og vanbúnin ökutæki. 14.5.2025 14:37
Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. 14.5.2025 13:11
Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis. 14.5.2025 13:09
Þessi lönd komust áfram í úrslit VÆB-bræður komust áfram í úrslit Eurovision. Fimmtán atriði kepptust um tíu laus sæti í undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Basel í Sviss. 13.5.2025 21:24
Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. 13.5.2025 21:03
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13.5.2025 20:35
Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. 13.5.2025 18:40
Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Kristinn Gunnar Kristinsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð árið 2025. Hann hljóp 43 hringi. 10.5.2025 08:02