Leita í rústum íbúðahúsa Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt. 27.12.2025 12:13
Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun ekki sækjast eftir bæjarstjórasætinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann ræddi bæjarstjórastarfið og krabbameinsgreininguna í Einmitt. 27.12.2025 11:58
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. 27.12.2025 10:51
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. 27.12.2025 10:24
Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. 27.12.2025 10:01
Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið yfir hundrað manns sem eru grunaðir um að skipuleggja árásir á jólunum og gamlárskvöld gegn fólki sem er ekki af múslimatrú. 25.12.2025 16:30
Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna. 25.12.2025 15:13
Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. 25.12.2025 14:30
Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet „Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna. 25.12.2025 14:04
Kristmundur Axel tók við af Bubba Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel tróð upp á Litla Hrauni á aðfangadag. Hann tók við af Bubba Morthens sem hefur til lengri tíma séð um tónlistarhaldið. 25.12.2025 12:54