Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10.11.2025 19:01
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. 10.11.2025 18:00
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6.11.2025 21:38
Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Fasteignasalar telja virkni fasteignamarkaðsins litla miðað við árstíma. Fáir mæta í opin hús og er það talið algengt að verð sé lækkað í söluferli. Þá eru vísbendingar um að fyrstu kaupendum sé að fækka. 6.11.2025 21:09
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. 6.11.2025 19:05
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. 6.11.2025 18:13
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6.11.2025 17:55
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6.11.2025 16:42
Stutt stopp Orbans á Íslandi Forsætisráðherra Ungverjalands gerði stutt stopp á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann er á leið til Bandaríkjanna til að funda með Bandaríkjaforseta. 6.11.2025 15:53
Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. 5.11.2025 16:37