Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. 10.12.2025 21:33
Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjö bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna, þar á meðal saga um mennngu litríka persóna í litlu þorpi í Póllandi og skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns. 10.12.2025 21:30
Breiðholtsbrautin opin á ný Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki. 10.12.2025 19:15
Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum er hæg en stöðug. Á meðan hún heldur áfram þarf að gera ráð fyrir að gjósa muni þar á ný. 10.12.2025 19:04
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. 10.12.2025 17:52
Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. 10.12.2025 16:33
Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum. 10.12.2025 06:30
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. 9.12.2025 23:54
Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip voru kölluð út auk lögreglunnar á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan tíu þegar tilkynning barst um merki frá neyðarsendi. Merkið reyndist koma frá persónulegum neyðarsendi sem var á svæði Keflavíkurflugvallar en það kviknaði á honum fyrir slysni. 9.12.2025 23:05
Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. 9.12.2025 22:42