Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir. 4.12.2025 13:41
Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson. Hann var 87 ára gamall. Jón Ármann var búsettur á Seyðisfirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 4.12.2025 13:14
Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. 4.12.2025 10:57
Ekkert verður af áttafréttum Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. 3.12.2025 16:46
Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Umboðsmaður Alþingis tók út aðstöðu, aðbúnað og meðferð þeirra sem eru í haldi lögreglunnar á Vesturlandi. Meðal tilmæla var að setja þyrfti upp klukku og hátta málum svo vistaðir geti fengið að nota salernið í næði. 3.12.2025 15:30
Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbraut um hálf tvö. Búið er að slökkva eldinn. 3.12.2025 14:03
Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Tvö umfangsmikil fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 3.12.2025 13:48
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. 3.12.2025 11:37
Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri lýsa yfir verulegum áhyggjum þar sem loka á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Helmingi plássa hefur þegar verið lokað og finnur starfsfólkið strax fyrir gríðarlegu álagi, sem kemur aðeins til með að aukast. Þau biðla til stjórnvalda að stíga inn í þar sem hagsmunir almennings séu í húfi. 3.12.2025 11:16
Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða veitt á Grand hóteli í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun veita verðlaunin. 3.12.2025 10:41