Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum. 10.12.2025 06:30
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. 9.12.2025 23:54
Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip voru kölluð út auk lögreglunnar á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan tíu þegar tilkynning barst um merki frá neyðarsendi. Merkið reyndist koma frá persónulegum neyðarsendi sem var á svæði Keflavíkurflugvallar en það kviknaði á honum fyrir slysni. 9.12.2025 23:05
Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. 9.12.2025 22:42
Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. 9.12.2025 22:00
Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana. 9.12.2025 21:09
Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. 9.12.2025 18:44
Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Nóbelsstofnunin þurfti að aflýsa blaðamannafundi með skömmum fyrirvara þar sem verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbelsverðlauna er í felum. Ekki liggur fyrir hvort hún mæti á verðlaunaafhendinguna sjálfa á morgun. 9.12.2025 18:29
Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa. 9.12.2025 18:15
Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð voru gefin út af Landspítalanum og heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, en þau voru mun fleiri á landsvísu. Heilbrigðisráðherra vill skoða hvernig fækka megi útgáfum vottorða og tilvísana til að draga úr skriffinnsku. 9.12.2025 00:03