Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4.8.2025 15:09
Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. 4.8.2025 13:57
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. 4.8.2025 12:02
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. 4.8.2025 11:02
Allir blása í Landeyjahöfn Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu. 4.8.2025 10:57
Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. 4.8.2025 10:42
Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist. 4.8.2025 10:28
Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. 4.8.2025 09:43
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. 4.8.2025 09:07
Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. 4.8.2025 08:06