Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum

Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur.

Bleikur Trabant og gamall Citroen sjúkrabíll í Borgarnesi

Bleikur Trabant og gamall sjúkrabíl vekja hvað mest athygli gesta, sem skoða bílana hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sjúkrabílinn var einnig notaður sem líkbíll, blómabíll og brauðbíll.

Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi

Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra.

Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin

Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.