Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Maður á Selfossi lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. 3.11.2025 20:03
Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. 2.11.2025 20:05
Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. 2.11.2025 13:05
Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. 1.11.2025 20:03
Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. 1.11.2025 12:11
„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. 31.10.2025 20:05
„Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska. 28.10.2025 20:15
Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. 26.10.2025 20:06
Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. 26.10.2025 13:05
Áhugasamir smalahundar á námskeiði Fjárbændur segja ekkert jafnast á við það að eiga góðan smalahund. Þeir sækja nú námskeið þar sem þeir fá kennslu í að leiðbeina ferfætlingunum hvernig þeim ber að vinna vinnuna sína. 25.10.2025 23:10