Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. 6.10.2025 08:07
Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. 6.10.2025 07:32
Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5.10.2025 08:00
Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. 4.10.2025 14:01
„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. 3.10.2025 15:48
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3.10.2025 11:48
Netvís tekur við af SAFT Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. 3.10.2025 08:50
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3.10.2025 08:12
„Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. 2.10.2025 16:24
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. 2.10.2025 14:22