Guðjón endurkjörinn og Simon líka Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann. 29.1.2026 12:32
Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. 29.1.2026 11:01
Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. 29.1.2026 10:38
Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. 29.1.2026 09:51
Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. 29.1.2026 08:32
Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. 29.1.2026 06:30
Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 28.1.2026 10:35
Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. 28.1.2026 09:09
Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. 27.1.2026 15:27
Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð. 27.1.2026 15:05