
Vill njóta þess að skapa og samtímis ná að lifa af
Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir fann fljótt að hönnun hennar ætti erindi erlendis og stefnir því á að flytjast alfarið út með vinnustofu sína. Hún bjó lengi vel í London þar sem hún lagði stund á meistaranám í fatahönnun en neyddist til að klára námið heima á Íslandi vegna Covid. Sól er viðmælandi í Kúnst.