Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir skein sannarlega skært í íslenskri hönnun þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún naut sín í sólinni á frönsku rívíerunni ásamt fríðu föruneyti úr kvikmyndinni Ástin sem eftir er. 20.5.2025 15:12
Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök. 20.5.2025 07:02
Kærleiksbomba frá GusGus „Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég. 19.5.2025 20:03
Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál. 19.5.2025 14:42
Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala „Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali. 17.5.2025 07:03
Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. 15.5.2025 07:01
Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Ólafur Darri og Hera Hilmar eru á leið á skjáinn í haust í splunkunýrri seríu sem ber heitið Reykjavík fusion. Þættirnir eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series-hátíðina og hlutu standandi lófaklapp þar í lok apríl. 14.5.2025 12:33
Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða. 14.5.2025 10:03
Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum „Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA. 14.5.2025 08:00
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12.5.2025 20:01