Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gerði samning við Apple: „Þetta er ó­trú­leg viður­kenning“

„Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda.

Fimm­tán ára og gefur út frum­samda plötu

„Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar.

Ís­lendingar vekja at­hygli í menningar­lífi Kaup­manna­hafnar

Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Nýtur lífsins í viktorísku koti í London

Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti.

Giftu sig við per­sónu­lega at­höfn í sólinni

Leikkonan og Twilight stjarnan Kristen Stewart er gift kona. Hún gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðakonuna Dylan Meyer, í lítilli og persónulegri athöfn í Los Angeles 20. apríl síðastliðinn og birti Meyer fallegar myndir af þeim hjónum á Instagram um helgina.

Elti ástina til Ís­lands

„Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio.

Taka á­kvörðun á hverjum degi að elska hvort annað

„Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi.

Hug­myndin kviknaði í New York þegar eld­gos hófst heima

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi.

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Hafa aldrei rifist

„Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist.

Sjá meira