Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun

Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum.

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lög­regluna á sitt vald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu.

„Ef við værum nas­istar þá værum við ekki að skipta um kross“

Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld.

Flokkarnir dæla milljónum í á­róður á Meta

Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur

Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift.

Sjá meira