Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Ég hef eytt lífi mínu í íslenskri náttúru. Ég starfa sem veiðileiðsögumaður og stór hluti af árstekjum mínum kemur frá erlendum og íslenskum gestum sem ferðast hingað til að upplifa það sem Ísland hefur einstakt fram að færa: ósnortin víðerni, tærar ár og villtan Atlantshafslax. Skoðun 26.1.2026 12:30
Halda til loðnuveiða í kvöld Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag. Viðskipti innlent 26.1.2026 12:14
Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Lagareldisdrög Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra fá falleinkunn, þau hafa ekki stuðlað að sátt um atvinnugreinina heldur virðist sem svo að með drögunum hafi tekist að sameina fjölda fólks gegn þeim. Innlent 26.1.2026 11:26
Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ Innherji 25.1.2026 13:16
SFS „tekur“ umræðuna líka Þann 13. janúar sl. skrifaði Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), pistil í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Tökum umræðuna“. SFS vill sem sagt „taka“ umræðuna Skoðun 23. janúar 2026 07:02
Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. Innlent 22. janúar 2026 14:52
Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Í markmiðsgrein nýs frumvarps um lagareldi er talað um sjálfbærni, vernd villtra nytjastofna, vistkerfa, líffræðilega fjölbreytni, varnir gegn mengun og að beita skuli vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Skoðun 22. janúar 2026 09:17
4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Villti laxinn hefur í þúsundir ára ratað heim í ár landsins og aðlagast smám saman þeim fjölbreyttu og krefjandi umhverfisaðstæðum sem þar ríkja. Í þessari langvarandi þróunarsögu hafa myndast margir sérhæfðir laxastofnar sem eru nátengdir vistkerfum sínum. Skoðun 22. janúar 2026 07:30
Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. Innlent 21. janúar 2026 15:45
Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? Skoðun 21. janúar 2026 07:15
Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. Innlent 20. janúar 2026 21:56
Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlindaskatta Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti. Innherjamolar 20. janúar 2026 16:42
Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Innlent 19. janúar 2026 22:20
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Enn einu sinni þurfa íbúar Kjósarhrepps að verjast uppbyggingu á mengandi iðnaði í Hvalfirði og að þessu sinni er það gríðarstórt „landeldi“ á laxi sem við nánari athugun er ekki það jákvæða landeldi sem virðist við fyrstu sýn. Skoðun 18. janúar 2026 14:01
Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Skoðun 18. janúar 2026 10:30
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Umræða um sjávarútveg á Íslandi festist of oft í skotgröfum. Annað hvort er kerfið varið í heild sinni eða gagnrýnt af hörku, án þess að raunhæfar tillögur um úrbætur fái nægt rými. Skoðun 16. janúar 2026 08:45
Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Þann 30. desember flæddi yfir í keri Tunglsilungs í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisbleikja komst út í sjó. Innlent 14. janúar 2026 11:52
Hækka verðmatið á Brim sem er samt talsvert undir markaðsgengi Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi. Innherjamolar 12. janúar 2026 16:30
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12. janúar 2026 08:40
Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Viðskipti innlent 9. janúar 2026 18:44
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“ Skoðun 7. janúar 2026 14:01
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7. janúar 2026 12:49
Hampiðjan ætti að styrkja stöðu sína í fiskeldi með frekari yfirtökum Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun. Innherji 6. janúar 2026 15:22
Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6. janúar 2026 11:59
Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi „Rekstrarleyfishafi skal greiða árlegt umhverfisgjald vegna affalla í sjókvíaeldi.“ Þetta er tilvitnun úr drögum að frumvarpi til laga um lagareldi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til samráðs seint í desember. Skoðun 6. janúar 2026 10:30