Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Fagnar á­herslum ríkis­stjórnarinnar í sjávar­út­vegi

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslu­stöðvarinnar vísað frá

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokið rann­sókn á Sam­herjamálinu

Rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða er lokið og hefur gögnum verið komið til saksóknara hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráð­herranum“

Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast.

Innlent
Fréttamynd

80.000 manna klóakrennsli í Dýra­fjörð í boði Arctic Fish

Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Pat­reks­firði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Ofur­gróði sjávarút­vegs? – Hættið að af­vega­leiða!

Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna.

Skoðun
Fréttamynd

Fisk­eldi og sam­félagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er auðlindarentan?

Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Á­sókn í ufsa og minni tegundir dragist veru­lega saman með hærri veiðigjöldum

Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Litla landið sem kennir heiminum – Ís­land og þróunar­sam­vinna í gegnum menntun GRÓ skólanna

Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík.

Skoðun