Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks

    Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fylkismenn líklega með táning í markinu

    Ísak Björgvin Gylfason, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum líkindum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heiðar er vongóður

    Ekkert liggur enn fyrir um framtíð Heiðars Helgusonar hjá QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Samningur Heiðars við félagið rennur út í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár

    ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis

    Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum

    Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní

    Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld

    Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær

    Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

    Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur

    Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kristján: Áttum von á svona leik

    Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu

    „Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

    Íslenski boltinn