Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga. Íslenski boltinn 16. maí 2012 17:30
Magnús Gylfason ósáttur við umræðuna um fjölda útlendinga hjá ÍBV Magnús Gylfason þjálfari ÍBV var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977. Þar ræddi Magnús um vítaspyrnurnar fjórar sem dæmdar voru í leiknum við KR 3-2 tapleik ÍBV í gær. Þá svaraði þjálfarinn einnig umfjöllun úr Pepsímörkunum í gær þar sem rætt var um fjölda útlendinga í liði ÍBV. Íslenski boltinn 16. maí 2012 16:00
Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977 Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 16. maí 2012 10:30
Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi. Íslenski boltinn 16. maí 2012 00:04
Menn leikjanna í kvöld Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og voru okkar menn að sjálfsögðu á staðnum. Einkunnir leikmanna liggja nú fyrir sem og hverjir voru valdir sem menn sinna leikja. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:25
Tryggvi Guðmundsson: Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum "Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum. Ég vann í mínum málum og ekkert meira um það að segja af minni hálfu," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:14
Hvítklæddir Skagamenn með fullt hús | Myndasyrpa ÍA er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði sigurmark Skagamanna. Íslenski boltinn 15. maí 2012 23:00
Fyrstu stig Fram í sjö marka leik | Myndasyrpa Fram skoraði síðustu þrjú mörkin í 4-3 sigri á Grindavík í dramatískum leik á Laugardalsvellinum í kvöld. Steven Lennon var hetja þeirra bláklæddu. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:54
Guðjón neitaði Fótbolta.net um viðtal Guðjón Þórðarson neitaði að ræða við vefmiðilinn Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón neitaði síðunni um viðtal. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:27
Ásgeir Börkur býður sig fram sem vítaskyttu Fylkis "Þetta var hundfúlt og ég er brjálaður. Við vorum betra liðið í 90 mínútur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu,“ sagði miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hjá Fylki eftir 1-0 tap fyrir ÍA í kvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2012 22:18
Pepsimörkin í beinni á Vísi Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00. Íslenski boltinn 15. maí 2012 21:30
Nýr Englendingur til ÍBV | Samdi til loka júní ÍBV hefur samið við Englendinginn Jake Gallagher um að leika með liðinu til loka júnímánaðar. Hann var síðast á mála hjá Millwall. Íslenski boltinn 15. maí 2012 17:57
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-2 Íslandsmeistarar KR unnu sinn fyrsta sigur í sumar er ÍBV kom í heimsókn. Lokatölur 3-2 þar sem Kjartan Henry skoraði úr þrem vítaspyrnum og Hannes Þór varði víti frá ÍBV í uppbótartíma. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:46
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1 Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:43
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Grindavík 4-3 Steven Lennon sá fyrir því að Fram náði öllum þremur stigunum gegn Grindavík í ótrúlegum sjö marka leik á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - FH 0-1 FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:39
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Leikurinn var lítið fyrir augað en heimamenn stýrðu leiknum þó allan tímann. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:34
Fimm leikir í Pepsi-deild karla | KR – ÍBV í beinni á Stöð 2 sport Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og þar með lýkur þriðju umferð Íslandsmótsins. Umferðin hófst í gær með leik Keflavíkur og Stjörnunnar sem endaði 1-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs í gær og fara þeir fram í kvöld. Leikur Íslandsmeistaraliðs KR og ÍBV úr Vestmannaeyjum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld kl. 20.00. Íslenski boltinn 15. maí 2012 13:00
Grindavík fær sænskan varnarmann að láni Grindavík hefur styrkt leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla með sænskum varnarmanni. Sá heitir Mikael Eklund og getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Íslenski boltinn 14. maí 2012 18:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 0-1 Það var þungu fargi létt af Stjörnumönnum í kvöld er þeir unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir lögðu þá Keflavík, 0-1, suður með sjó. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenski boltinn 14. maí 2012 16:56
Félögin fóru fram á frestun | Keflavík óttast ekki kuldann Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að ákveðið hafi verið að fresta leikjunum tveimur í Pepsi-deild karla í kvöld þar sem félögin báðu um það. Íslenski boltinn 14. maí 2012 14:36
Ekki spilað á Selfossi og í Kópavogi í kvöld Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta tveimur leikjum sem áttu að fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 14. maí 2012 13:57
Tveir nýliðar í hópnum hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Svíþjóð sem fram fara síðar í mánuðinum. Íslenski boltinn 14. maí 2012 13:23
FH-ingar búnir semja við einn örfættan og eldfljótann FH-ingar hafa ákveðið að semja við hinn 31 árs gamla Danny Thomas en leikmaðurinn hefur verið undanfarið á reynslu hjá félaginu. Thomas er þó ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með á móti Selfoss í kvöld. Þetta kemur fram á á Fhingar.net. Íslenski boltinn 14. maí 2012 11:00
Úrslit dagsins í 1. deildinni | Quashie skoraði fyrir ÍR Fyrsta umferðin í 1. deild karla fór fram í dag. Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, fer vel af stað með Hauka en þeir lögðu Tindastól á heimavelli. Íslenski boltinn 12. maí 2012 16:01
Eins og eftir handriti Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Páll Gísli átti frábæran leik með Skagamönnum er þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR í fyrsta heimaleik sínum í sumar. Íslenski boltinn 12. maí 2012 10:00
Fullt hús eftir tvo leiki boðar gott fyrir Skagamenn Skagamenn eru með fullt hús eftir tvo leiki í Pepsi-deild karla en þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Skagamenn ná sex stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeild. Íslenski boltinn 12. maí 2012 09:30
Er spáin enn að stríða KR? Íslandsmeistarar KR náðu aðeins í eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla og það þrátt fyrir að skora fjögur mörk í leikjunum á móti Stjörnunni (2-2) og ÍA (2-3). Íslenski boltinn 12. maí 2012 09:00
Klavins leitar réttar síns | Ásakanir um veðmálasvindl með ólíkindum Lettinn Krisjanis Klavins, formaður FFR sem var vísað úr Íslandsmótinu, er afar ósáttur við vinnubrögð KSÍ og hefur nú falið lögmanni sínum að leita réttar síns. Íslenski boltinn 11. maí 2012 10:45