Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum

    Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977

    Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð

    Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Menn leikjanna í kvöld

    Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og voru okkar menn að sjálfsögðu á staðnum. Einkunnir leikmanna liggja nú fyrir sem og hverjir voru valdir sem menn sinna leikja.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin í beinni á Vísi

    Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1

    Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fimm leikir í Pepsi-deild karla | KR – ÍBV í beinni á Stöð 2 sport

    Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og þar með lýkur þriðju umferð Íslandsmótsins. Umferðin hófst í gær með leik Keflavíkur og Stjörnunnar sem endaði 1-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs í gær og fara þeir fram í kvöld. Leikur Íslandsmeistaraliðs KR og ÍBV úr Vestmannaeyjum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld kl. 20.00.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eins og eftir handriti

    Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Páll Gísli átti frábæran leik með Skagamönnum er þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR í fyrsta heimaleik sínum í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Er spáin enn að stríða KR?

    Íslandsmeistarar KR náðu aðeins í eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla og það þrátt fyrir að skora fjögur mörk í leikjunum á móti Stjörnunni (2-2) og ÍA (2-3).

    Íslenski boltinn