Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. maí 2012 13:34 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira