Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - FH 0-1 Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 15. maí 2012 13:39 FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. FH-ingar hófu leikinn vel og komust fljótlega vel í takt við leikinn. Eftir aðeins fimm mínútna leik fékk Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, algjört dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Selfyssinga en skot hans fór beint í hendurnar á Ismet Duracak, markvörð heimamanna. FH-ingar voru með ágæt tök leiknum næstu mínútur en Selfyssingar virkuðu samt sem áður vel vakandi. Þegar um 25. mínútur voru liðnar af leiknum náðu Selfyssingar að skora ágætt mark sem var dæmt af vegna brots. Babacar Sarr skallaði knöttinn í netið en brotið var á varnarmanni FH-inga í tilvikinu og því markið dæmt af. Eftir atvikið róaðist leikurinn töluvert og staðan var 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði vægast sagt illa og nánast ekkert gerðist fyrsta hálftímann. Þegar leið á leikinn fóru FH-ingar að sækja í sig veðrið og byrjuðu að spila boltanum mun betur á milli sín. Það endaði með fínu marki frá Birni Daníel Sverrissyni á 78. mínútu, en hann fékk fína stungusendingu inn í vítateig og þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Duracak í markinu. Selfyssingar lágu töluvert í sókn á loka mínútum leiksins en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn með jöfnunarmarki og FH-ingar fóru heim með öll stigin. Gunnleifur: Erum búnir að þétta liðið töluvert„Þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög sáttir með að fara með þrjú stig héðan," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir sigurinn í kvöld „Selfyssingar eru með fínt lið og rosalega skipulagðir. Við áttum oft á tíðum í miklum vandræðum með þá." „Við þéttum liðið í síðari hálfleiknum og mun grimmari í öllum aðgerðum. Þá fór bolti að vinna mun betur fyrir okkur sem endaði með fínu marki." „Við erum búnir að taka varnarleikinn vel í gegn fyrir tímabilið og höfum þétt allt liðið eins og sést," sagði Gunnleifur. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnleif hér að ofan. Logi: Sköpuðum ekki nægilega góð færi„Við erum fyrst og fremst óánægðir með sjálfa okkur að fá þetta mark á okkur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið í kvöld. „Ég vildi sjá okkur vera mun ákafari í sóknarleik okkar, við fáum vissulega nokkur færi en náum ekki að færa okkur það í nyt." „FH-ingar ná að nýta það færi sem þeir fengu í kvöld og áttu því sigurinn skilið. Ég er nokkuð sáttur með liðið eftir þrjár umferðir, en við verðum að bæta okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
FH vann fínan sigur, 1-0, á Selfyssingum í þriðju umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfössvelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins. FH-ingar hófu leikinn vel og komust fljótlega vel í takt við leikinn. Eftir aðeins fimm mínútna leik fékk Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, algjört dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Selfyssinga en skot hans fór beint í hendurnar á Ismet Duracak, markvörð heimamanna. FH-ingar voru með ágæt tök leiknum næstu mínútur en Selfyssingar virkuðu samt sem áður vel vakandi. Þegar um 25. mínútur voru liðnar af leiknum náðu Selfyssingar að skora ágætt mark sem var dæmt af vegna brots. Babacar Sarr skallaði knöttinn í netið en brotið var á varnarmanni FH-inga í tilvikinu og því markið dæmt af. Eftir atvikið róaðist leikurinn töluvert og staðan var 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði vægast sagt illa og nánast ekkert gerðist fyrsta hálftímann. Þegar leið á leikinn fóru FH-ingar að sækja í sig veðrið og byrjuðu að spila boltanum mun betur á milli sín. Það endaði með fínu marki frá Birni Daníel Sverrissyni á 78. mínútu, en hann fékk fína stungusendingu inn í vítateig og þrumaði boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Duracak í markinu. Selfyssingar lágu töluvert í sókn á loka mínútum leiksins en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn með jöfnunarmarki og FH-ingar fóru heim með öll stigin. Gunnleifur: Erum búnir að þétta liðið töluvert„Þetta var mjög erfiður leikur og við erum mjög sáttir með að fara með þrjú stig héðan," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir sigurinn í kvöld „Selfyssingar eru með fínt lið og rosalega skipulagðir. Við áttum oft á tíðum í miklum vandræðum með þá." „Við þéttum liðið í síðari hálfleiknum og mun grimmari í öllum aðgerðum. Þá fór bolti að vinna mun betur fyrir okkur sem endaði með fínu marki." „Við erum búnir að taka varnarleikinn vel í gegn fyrir tímabilið og höfum þétt allt liðið eins og sést," sagði Gunnleifur. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnleif hér að ofan. Logi: Sköpuðum ekki nægilega góð færi„Við erum fyrst og fremst óánægðir með sjálfa okkur að fá þetta mark á okkur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið í kvöld. „Ég vildi sjá okkur vera mun ákafari í sóknarleik okkar, við fáum vissulega nokkur færi en náum ekki að færa okkur það í nyt." „FH-ingar ná að nýta það færi sem þeir fengu í kvöld og áttu því sigurinn skilið. Ég er nokkuð sáttur með liðið eftir þrjár umferðir, en við verðum að bæta okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira