Íslenski boltinn

Félögin fóru fram á frestun | Keflavík óttast ekki kuldann

Það var kalt í Kópavogi á fyrsta leiknum en samt mættu 2.400 áhorfendur. Blikar sjá ekki fram á að það fólk nenni að mæta aftur í kvöld.
Það var kalt í Kópavogi á fyrsta leiknum en samt mættu 2.400 áhorfendur. Blikar sjá ekki fram á að það fólk nenni að mæta aftur í kvöld.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að ákveðið hafi verið að fresta leikjunum tveimur í Pepsi-deild karla í kvöld þar sem félögin báðu um það.

Að sögn Birkis óttuðust félögin að veðrið í kvöld myndi fæla áhorfendur frá því að mæta á völlinn.

Keflvíkingar hafa aftur á móti tröllatrú á sínu fólki og báðu því ekki um neina frestun.

Það er ekki spáð neinu aftakaveðri í kvöld. Hiti er fyrir ofan frostmark en þó má búast við nokkurri vindkælingu. Spáin á morgun er skömminni skárri en það verður þó ekkert Mallorca-veður.

Aðspurður hvort félög gætu farið að fresta leikjum ítrekað vegna mislæmrar veðurspár í sumar sagði Birkir.

"Ég segi það nú ekki. Við metum hvert tilvik fyrir sig og það var mögulegt að verða við óskum að þessu sinni," sagði Birkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×