Íslenski boltinn

Tryggvi Guðmundsson: Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
„Ég gerði stór mistök og tók afleiðingunum. Ég vann í mínum málum og ekkert meira um það að segja af minni hálfu," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.

Tryggvi hefur verið frá í nokkurn tíma vegna blóðtappa í fæti. Hann var svo nýlega tekinn fyrir ölvunarakstur í Vestamannaeyjum og lítið heyrst af honum síðan.

Guðjón spurði Tryggva hvernig væri að glíma við illar tungur í þjóðfélaginu.

„Ég hef verið að glíma við þær í mörg ár svo það skiptir mig litlu máli. Atvikið sem þú minnist á skiptir mig litlu máli. Það er blóðtappinn sem hefur haldið mig frá boltanum. Ég verð laus við hann eftir tvær vikur og geri svo vonandi þetta eina mark svo þið getið hætt að tala um það [markametið]," sagði Tryggvi en hann vantar aðeins eitt mark til að eigna sér metið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×