Eins og eftir handriti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. maí 2012 10:00 KR-ingar voru örugglega orðnir þreyttir á Páli Gísla sem sýndi frábæra markvörslu í glæstum sigri ÍA gegn KR. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nýliðar ÍA hafa farið frábærlega af stað í Pepsi-deildinni. Þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Lykilmaður í báðum sigrum er markvörðurinn Páll Gísli Jónsson sem hefur varið eins og berserkur. „Þetta var alveg óþolandi," sagði Páll Gísli sposkur um sigurinn í leiknum gegn KR en heyra mátti á honum að menn voru enn hátt uppi. „Það var ekki hægt að biðja um það betra. Þetta var eins og eftir handriti. Að fá KR í fyrsta leik heima og vinna." Páll Gísli neitar því ekki að hann er ánægður með eigin frammistöðu og má vel vera það. „Ég er í flottu formi og betra en undanfarin ár," sagði markvörðurinn knái en hann hefur lent í miklum meiðslum í gegnum tíðina. „Það var árið 2008 sem ég fékk brjósklos og sleit krossband. Ég missti alveg af tímabilinu 2008 og rétt náði nokkrum leikjum sumarið 2009. Var svo að koma upp 2010 og það er í raun ekki fyrr en í fyrra sem ég komst aftur í almennilegt form." Þrátt fyrir mikið mótlæti kom það aldrei til greina hjá Páli Gísla að gefast upp og hætta. „Það var aldrei inn í myndinni enda er þetta svo gaman. Auðvitað tók það á að rífa sig upp aftur en ég lufsaðist í gegnum það og þá var þetta komið." Páll Gísli þakkar styrktarþjálfaranum Dean Martin fyrir það í hversu góðu formi hann sé. Martin, sem orðinn er 39 ára, er sjálfur í frábæru formi og átti fína innkomu í leikinn gegn KR þar sem hann lagði upp sigurmark leiksins. „Hann er vélmenni. Ótrúlegur maður. Hann er með þetta og gæti mætt á vaxtarræktarmót eftir tíu mínútur ef hann vildi. Hann væri ekki í neinum vandræðum með það." Markvörðurinn nýtur þess einnig að vera hjá þjálfara, Þórði Þórðarsyni, sem var áður markvörður og síðar markmannsþjálfari Páls Gísla áður en hann tók við sem aðalþjálfari ÍA. „Mér finnst það meiri háttar. Hefðbundna markmannsþjálfunin hefur minnkað en við markverðirnir fáum samt æfingar sem við förum eftir. Hann æfir okkur meira sér á veturna. Hann var líka frábær markmannsþjálfari og ég bý vel að því sem hann kenndi mér. Hann Þórður veit alveg hvað hann syngur." Lítið hefur farið fyrir Þórði þjálfara en hann er einn fárra markvarða sem hafa farið í þjálfun. Páll Gísli segir hann vera góðan þjálfara. „Þórður er ofboðslega fagmannlegur í öllu sem hann gerir og veit nákvæmlega hvað hann vill. Ég er virkilega ánægður með hann. Ég er handviss um að hann á eftir að gera góða hluti. Hann er granítharður en sanngjarn. Það er ekkert kjaftæði í kringum hann. Hann segir hlutina eins og þeir eru og ef menn geta ekki tekið því þá verður það að vera þannig." Páll segir að það sé mikil stemning á Akranesi og almenn ánægja með að liðið sé aftur komið í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nýliðar ÍA hafa farið frábærlega af stað í Pepsi-deildinni. Þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Lykilmaður í báðum sigrum er markvörðurinn Páll Gísli Jónsson sem hefur varið eins og berserkur. „Þetta var alveg óþolandi," sagði Páll Gísli sposkur um sigurinn í leiknum gegn KR en heyra mátti á honum að menn voru enn hátt uppi. „Það var ekki hægt að biðja um það betra. Þetta var eins og eftir handriti. Að fá KR í fyrsta leik heima og vinna." Páll Gísli neitar því ekki að hann er ánægður með eigin frammistöðu og má vel vera það. „Ég er í flottu formi og betra en undanfarin ár," sagði markvörðurinn knái en hann hefur lent í miklum meiðslum í gegnum tíðina. „Það var árið 2008 sem ég fékk brjósklos og sleit krossband. Ég missti alveg af tímabilinu 2008 og rétt náði nokkrum leikjum sumarið 2009. Var svo að koma upp 2010 og það er í raun ekki fyrr en í fyrra sem ég komst aftur í almennilegt form." Þrátt fyrir mikið mótlæti kom það aldrei til greina hjá Páli Gísla að gefast upp og hætta. „Það var aldrei inn í myndinni enda er þetta svo gaman. Auðvitað tók það á að rífa sig upp aftur en ég lufsaðist í gegnum það og þá var þetta komið." Páll Gísli þakkar styrktarþjálfaranum Dean Martin fyrir það í hversu góðu formi hann sé. Martin, sem orðinn er 39 ára, er sjálfur í frábæru formi og átti fína innkomu í leikinn gegn KR þar sem hann lagði upp sigurmark leiksins. „Hann er vélmenni. Ótrúlegur maður. Hann er með þetta og gæti mætt á vaxtarræktarmót eftir tíu mínútur ef hann vildi. Hann væri ekki í neinum vandræðum með það." Markvörðurinn nýtur þess einnig að vera hjá þjálfara, Þórði Þórðarsyni, sem var áður markvörður og síðar markmannsþjálfari Páls Gísla áður en hann tók við sem aðalþjálfari ÍA. „Mér finnst það meiri háttar. Hefðbundna markmannsþjálfunin hefur minnkað en við markverðirnir fáum samt æfingar sem við förum eftir. Hann æfir okkur meira sér á veturna. Hann var líka frábær markmannsþjálfari og ég bý vel að því sem hann kenndi mér. Hann Þórður veit alveg hvað hann syngur." Lítið hefur farið fyrir Þórði þjálfara en hann er einn fárra markvarða sem hafa farið í þjálfun. Páll Gísli segir hann vera góðan þjálfara. „Þórður er ofboðslega fagmannlegur í öllu sem hann gerir og veit nákvæmlega hvað hann vill. Ég er virkilega ánægður með hann. Ég er handviss um að hann á eftir að gera góða hluti. Hann er granítharður en sanngjarn. Það er ekkert kjaftæði í kringum hann. Hann segir hlutina eins og þeir eru og ef menn geta ekki tekið því þá verður það að vera þannig." Páll segir að það sé mikil stemning á Akranesi og almenn ánægja með að liðið sé aftur komið í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira