Íslenski boltinn

Nýr Englendingur til ÍBV | Samdi til loka júní

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV.
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV. Mynd/Daníel
ÍBV hefur samið við Englendinginn Jake Gallagher um að leika með liðinu til loka júnímánaðar. Hann var síðast á mála hjá Millwall.

Gallgher er nítján ára miðjumaður sem hefur spilað með yngri liðum Millwall og staðið sig vel. Samningur hans átti að renna út í sumar en félagið ákvað að leysa hann undan samningnum í gær.

Áætlað er að Gallagher snúi aftur til Englands þegar samningur hans við ÍBV rennur út en óvíst er til hvaða liðs.

Valur Smári Heimisson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍBV, sagði við Vísi að málið hafi komið upp með stuttum fyrirvara og ákveðið hafi verið að semja við hann. Lokað verður fyrir félagaskipti hér á landi á miðnætti í kvöld.

Gallgher verður fjórði Englendingurinn hjá ÍBV en þeir Matt Garner og Ian Jeffs hafa spilað hér á landi í mörg ár. Þá er Goerge Baldock hjá liðinu en hann er lánsmaður frá MK Dons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×