Íslenski boltinn

Fullt hús eftir tvo leiki boðar gott fyrir Skagamenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn eru með fullt hús eftir tvo leiki í Pepsi-deild karla en þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Skagamenn ná sex stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeild.

Í sex síðustu skipti hefur ÍA-liðið unnið titil þegar liðið hefur verið með fullt hús eftir tvær umferðir. Þetta er líka mikil breyting frá fyrri árum því ÍA-liðið fékk aðeins samtals eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðunum 2006 til 2008.

ÍA með fullt hús eftir 2. umferð í úrvalsdeild karla:

2012 - ???

2000 - Bikarmeistarar

1996 - Íslandsmeistarar, bikarmeistarar

1995 - Íslandsmeistarar

1993 - Íslandsmeistarar, bikarmeistarar

1984 - Íslandsmeistarar, bikarmeistarar

1983 - Íslandsmeistarar, bikarmeistarar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×