Íslenski boltinn

Guðjón neitaði Fótbolta.net um viðtal

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Guðjón Þórðarson á leiknum í kvöld.
Guðjón Þórðarson á leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Guðjón Þórðarson neitaði að ræða við vefmiðilinn Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón neitaði síðunni um viðtal.

Guðjón ræddi við alla aðra fjölmiðla en bað aðeins að heilsa ritstjóra áðurnefnds miðils.

„Það þarf að laga ansi margt en við skorum nóg, þrjú mörk eiga að duga til að fá eitthvað út úr leik á útivelli en menn misstu hausinn of auðveldlega en menn verða að horfa í eigin barm og horfast í augu við sjálfan sig og þora í það sem bíður þeirra," sagði Guðjón.

Viðtalið í heild sinni og frekari umfjöllun má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×