Klavins leitar réttar síns | Ásakanir um veðmálasvindl með ólíkindum 11. maí 2012 10:45 Klavins á góðri stundu. Lettinn Krisjanis Klavins, formaður FFR sem var vísað úr Íslandsmótinu, er afar ósáttur við vinnubrögð KSÍ og hefur nú falið lögmanni sínum að leita réttar síns. KSÍ vísaði FFR úr Íslandsmótinu skömmu eftir að Klavins varð formaður á þeim forsendum að þátttöku FFR væri hafnað á þeim grundvelli að erlendir aðilar kæmu að liðinu, atvinnumennska væri ekki leyfð í neðri deildum Íslandsmótsins, að veðmálasvindl kynni að vera í uppsiglingu og að félagið ætti ekki aðild að ÍSÍ. Klavins hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann rekur einnig atburðarrásina eins og hún blasti við honum.Yfirlýsing frá Krisjanis Klavins, forsvarsmanni FFR, vegna vinnubragða KSÍ við þátttökubeiðni félagsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Í tilefni af fréttaflutningi, umræðum og viðbrögðum KSÍ í tengslum við þátttöku FFR í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: FFR sótti um þátttökuleyfi í Íslandsmótinu með góðum fyrirvara og hafði fengið leyfi til þátttöku af hálfu KSÍ. Þeirri ákvörðun var hins vegar skyndilega snúið við þegar undirritaður, Krisjanis Klavins, gekk í stjórn félagsins og þátttaka liðsins í mótinu var sett í uppnám. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir og bréfaskipti við KSÍ, fékkst á endanum svar frá sambandinu, aðeins nokkrum dögum áður en mótið átti að hefjast, um að þátttöku FFR væri hafnað á þeim grundvelli að erlendir aðilar kæmu að liðinu, atvinnumennska væri ekki leyfð í neðri deildum Íslandsmótsins, að veðmálasvindl kynni að vera í uppsiglingu og að félagið ætti ekki aðild að ÍSÍ. Þessar ástæður eru ýmist rangar, ósannaðar eða á skjön við það sem á við um önnur lið. Þannig hafa önnur lið í þriðju deild mótsins fengið þátttökurétt þrátt fyrir að vera ekki aðilar að ÍSÍ í upphafi og KSÍ allajafna reynt að leysa úr slíkum málum. Þótt það sé ekkert launungarmál af minni hálfu að ég vilji byggja upp sterkt lið hér á landi eru liðsmenn FFR ekki atvinnumenn í knattspyrnu. Ennfremur liggur ekkert fyrir um það að önnur lið í neðri deildum mótsins greiði ekki sínum leikmönnum fyrir að spila enda væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það. Þá er sú fullyrðing KSÍ að ég sem forsvarsmaður félagsins ætli að stunda veðmálasvindl með liðið auðvitað með ólíkindum enda hef ég eða lið sem ég tengist aldrei orðið uppvís að slíku og í raun til marks um ótrúleg vinnubrögð af hálfu KSÍ að gera mönnum slíkar sakir upp fyrir það eitt, að því er virðist, að vera af erlendu bergi brotnir. Í lögum KSÍ segir að allir skuli „vera jafnir fyrir lögum og reglugerðum KSÍ og njóta réttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti". Þá segir ennfremur að „fulltrúar mega ekki misbjóða virðingu einstaklinga, eða hópi einstaklinga, með orðum eða athæfi sem bera í sér fyrirlitningu, manngreinarálit eða mannorðsspjöll hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð eða kynhneigð." Af vinnubrögðum KSÍ verður ekki séð að sambandið fari eftir eigin lögum, og mun ég fela lögmanni mínum að leita réttar míns. Mér hefur ekki gengið annað til en að búa lið til þátttöku í íslenskri knattspyrnu og reyna að gera það af metnaði og virðingu við íþróttina hér á landi. Ég hef yndi af knattspyrnu og íþróttum almennt og hef margoft komið að uppbyggingu og starfsemi íþróttaliða í heimalandi mínu með góðum árangri. Þá hef ég hug á því að FFR stofni knattspyrnuakademíu fyrir unga íslenska leikmenn á næstu árum þar sem metnaðarfullir leikmenn munu njóta sín. Því sárnar mér þau vinnubrögð sem forysta KSÍ hefur beitt í minn garð. Virðingarfyllst, Krisjanis Klavins, formaður FFR.Um Krisjanis Klavins: Krisjanis Klavins starfar við knattspyrnulýsingar á Viasat íþróttarásinni í Lettlandi, og er einnig eigandi og forseti kvennaliðs körfuknattleiksliðsins SK Cesis, sem var atvinnumannalið árin 2006-2010, og vann tiltillinn í Lettlandi tvisvar og komst í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið 2008-2009. Þá vann liðið lettnesku deildina nú í apríl 2012. Klavins starfaði áður sem fjölmiðlafulltrúi Lettneska knattspyrnusambandsins. Atburðarrásaðsend mynd- Haustið 2011 var farið af stað með að stofna FFR. Sótt var um aðild að ÍBR og félagið formlega stofnað. Laganefnd ÍSÍ gerði athugasemdir við lög félagsins í mars 2012 en unnið hefur verið úr þeim athugasemdum og hafa allar umbeðnar upplýsingar legið fyrir hjá ÍSÍ síðan í mars 2012. - Í febrúar 2012 var forsvarsmönnum FFR tilkynnt og þeir fullvissaðir um að þrátt fyrir að fullgilding ÍSÍ lægi ekki fyrir þá fengju þeir þátttökurétt í Bikar- og Íslandsmótum KSÍ. - Var keppnin skipulögð og var FFR hluti beggja móta og raðað í riðla og Bikarkeppni. Mátti m.a. sjá það á heimasíðu KSÍ. - Þann 27. apríl sl. var formanni félagsins aftur á móti sent bréf þar sem kom fram að ákvörðun hefði verið tekin af framkvæmdastjóra KSÍ um að heimila félaginu ekki þátttöku. Voru eftirfarandi ástæður gefnar upp: 1. Engir leikmenn eru skráðir í félagið sem hefja á leik í bikarkeppni KSÍ þann 8. maí nk. 2. Forráðamaður félagsins hefur ekki getað sýnt fram á það með óyggjandi hætti að liðið geti mætt til leiks með fullskipað lið til þátttöku í mótunum enda ekki skipulögð starfsemi hjá félaginu. 3. Sá aðili sem nú er skráður sem formaður félagsins og leitt hefur stofnun félagsins innan íþróttahreyfingarinnar hefur upplýst um að hann muni hverfa frá sem formaður áður en mótið hefst og ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um hvaða aðilar taki við ábyrgð á rekstri félagsins og þátttöku þess í mótum á vegum KSÍ. - Þá var félaginu gefinn frestur til að leggja fram frekari upplýsingar og skráningu leikmanna í félagið fyrir þriðjudaginn 1. maí 2012. - Þá er rétt að benda á það að bréfið er sent á föstudegi og gefinn frestur fram að 1. maí, sem var þriðjudagur, þannig að í raun var ekki heill virkur dagur til að bregðast við óskum KSÍ. Þrátt fyrir það tókst forsvarsmönnum félagsins að senda inn umbeðnar upplýsingar og sýna fram á að félagið væri í stakk búið að taka þátt í fyrsta leik sínum þann 8. maí. Þá er einnig bent á að félagsskiptaglugginn lokast ekki fyrr en 15. maí og hafa forsvarsmenn FFR fullan hug á því að bæta við íslenskum leikmönnum í lið sitt fyrir þann tíma - Þann 30. apríl voru umbeðnar upplýsingar sendar til KSÍ. Meðal þess sem sent var voru upplýsingar um hinu nýju fyrirsvarsmenn félagsins og félagsskipti fyrir 14 leikmenn sem skrá skyldi í FFR. Þá voru greidd félagsskiptagjöld fyrir leikmennina. - Jafnframt lágu fyrir upplýsingar hjá KSÍ að félagið væri búið að tryggja sér æfinga- og keppnisvöll í Úlfarsdal. - Þá lágu fyrir upplýsingar um það að búið væri að leigja hús undir leikmenn liðsins, kaupa farmiða fyrir þá til Íslands og að liðið yrði klárt til þátttöku í fyrsta fyrirhugaða leik liðsins, sem er skráður þriðjudaginn 8. maí nk. Eru þessi leikmenn nú komnir til landsins ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum. - Þrátt fyrir að þessar upplýsingar lægu fyrir barst núverandi formanni félagsins bréf frá KSÍ þann 2. maí 2012 þar sem segir: „Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um skráningu FFR í mót á vegum KSÍ árið 2012 staðfestir undirritaður fyrri ákvörðun sína og verður félaginu ekki heimiluð þátttaka á mótum á vegum KSÍ árið 2012." - Þótti þetta undarleg ákvörðun ljósi þess að fyrirsvarsmenn félagsins höfðu uppfyllt allar óskir KSÍ um upplýsingar sem og sent inn 14 félagsskiptatilkynningar. Sendi því formaður FFR fyrirspurn til framkvæmdastjóra KSÍ og óskaði eftir frekari rökstuðningi við ákvörðun sína. Skákaði framkvæmdastjóri KSÍ þá í því skjóli að félagið sé ekki fullgildur aðili að ÍSÍ. - Þann 4. maí var þessu harðlega mótmælt af hálfu FFR með formlegu bréfi til KSÍ - Því var svarað þann 8. maí þar fram kom að ástæða þess að félagið fengi ekki keppnisrétt væri byggð á því að: - félagið væri ekki aðili að ÍSÍ, - félagið væri skipað atvinnumönnum, sem sé andsætt lögum og reglum knattspyrnuhreyfingarinnar - að yfirvöld knattspyrnumála væru á varðbergi gagnvart aðgerðum sem þessum þar sem fyrirhugað veðmálasvindl væri í uppsiglingu. - Á það er bent á það að mörg fordæmi eru fyrir því að félög hafi fengið þátttöku í mótum á vegum KSÍ án þess að slík fullgilding liggi fyrir frá ÍSÍ. Má þar sem dæmi nefna félagið KH, sem skráð var til keppnis árið 2011 án þess að fullgilding þess lægi fyrir hjá ÍSÍ - Í ljósi þess að þær athugasemdir sem gerðar eru við þátttöku FFR koma fram 27. apríl, eftir að búið er að raða liðum niður í riðla og ákveða keppnisdaga, eftir að búið er að draga í bikarkeppni, eftir að búið er að kaupa flugmiða fyrir liðið til Íslands má með réttu ætla að FFR hafi mátt búast við því að liðið yrði skráð til þátttöku í keppnum KSÍ í sumar. - FFR telur engin rök hniga til slíkrar mismununar. Öll skilyrði keppnisþátttöku eru uppfyllt og virðist ekkert því til fyrirstöðu að veita FFR slíka heimild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Lettinn Krisjanis Klavins, formaður FFR sem var vísað úr Íslandsmótinu, er afar ósáttur við vinnubrögð KSÍ og hefur nú falið lögmanni sínum að leita réttar síns. KSÍ vísaði FFR úr Íslandsmótinu skömmu eftir að Klavins varð formaður á þeim forsendum að þátttöku FFR væri hafnað á þeim grundvelli að erlendir aðilar kæmu að liðinu, atvinnumennska væri ekki leyfð í neðri deildum Íslandsmótsins, að veðmálasvindl kynni að vera í uppsiglingu og að félagið ætti ekki aðild að ÍSÍ. Klavins hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann rekur einnig atburðarrásina eins og hún blasti við honum.Yfirlýsing frá Krisjanis Klavins, forsvarsmanni FFR, vegna vinnubragða KSÍ við þátttökubeiðni félagsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Í tilefni af fréttaflutningi, umræðum og viðbrögðum KSÍ í tengslum við þátttöku FFR í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: FFR sótti um þátttökuleyfi í Íslandsmótinu með góðum fyrirvara og hafði fengið leyfi til þátttöku af hálfu KSÍ. Þeirri ákvörðun var hins vegar skyndilega snúið við þegar undirritaður, Krisjanis Klavins, gekk í stjórn félagsins og þátttaka liðsins í mótinu var sett í uppnám. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir og bréfaskipti við KSÍ, fékkst á endanum svar frá sambandinu, aðeins nokkrum dögum áður en mótið átti að hefjast, um að þátttöku FFR væri hafnað á þeim grundvelli að erlendir aðilar kæmu að liðinu, atvinnumennska væri ekki leyfð í neðri deildum Íslandsmótsins, að veðmálasvindl kynni að vera í uppsiglingu og að félagið ætti ekki aðild að ÍSÍ. Þessar ástæður eru ýmist rangar, ósannaðar eða á skjön við það sem á við um önnur lið. Þannig hafa önnur lið í þriðju deild mótsins fengið þátttökurétt þrátt fyrir að vera ekki aðilar að ÍSÍ í upphafi og KSÍ allajafna reynt að leysa úr slíkum málum. Þótt það sé ekkert launungarmál af minni hálfu að ég vilji byggja upp sterkt lið hér á landi eru liðsmenn FFR ekki atvinnumenn í knattspyrnu. Ennfremur liggur ekkert fyrir um það að önnur lið í neðri deildum mótsins greiði ekki sínum leikmönnum fyrir að spila enda væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það. Þá er sú fullyrðing KSÍ að ég sem forsvarsmaður félagsins ætli að stunda veðmálasvindl með liðið auðvitað með ólíkindum enda hef ég eða lið sem ég tengist aldrei orðið uppvís að slíku og í raun til marks um ótrúleg vinnubrögð af hálfu KSÍ að gera mönnum slíkar sakir upp fyrir það eitt, að því er virðist, að vera af erlendu bergi brotnir. Í lögum KSÍ segir að allir skuli „vera jafnir fyrir lögum og reglugerðum KSÍ og njóta réttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti". Þá segir ennfremur að „fulltrúar mega ekki misbjóða virðingu einstaklinga, eða hópi einstaklinga, með orðum eða athæfi sem bera í sér fyrirlitningu, manngreinarálit eða mannorðsspjöll hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð eða kynhneigð." Af vinnubrögðum KSÍ verður ekki séð að sambandið fari eftir eigin lögum, og mun ég fela lögmanni mínum að leita réttar míns. Mér hefur ekki gengið annað til en að búa lið til þátttöku í íslenskri knattspyrnu og reyna að gera það af metnaði og virðingu við íþróttina hér á landi. Ég hef yndi af knattspyrnu og íþróttum almennt og hef margoft komið að uppbyggingu og starfsemi íþróttaliða í heimalandi mínu með góðum árangri. Þá hef ég hug á því að FFR stofni knattspyrnuakademíu fyrir unga íslenska leikmenn á næstu árum þar sem metnaðarfullir leikmenn munu njóta sín. Því sárnar mér þau vinnubrögð sem forysta KSÍ hefur beitt í minn garð. Virðingarfyllst, Krisjanis Klavins, formaður FFR.Um Krisjanis Klavins: Krisjanis Klavins starfar við knattspyrnulýsingar á Viasat íþróttarásinni í Lettlandi, og er einnig eigandi og forseti kvennaliðs körfuknattleiksliðsins SK Cesis, sem var atvinnumannalið árin 2006-2010, og vann tiltillinn í Lettlandi tvisvar og komst í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið 2008-2009. Þá vann liðið lettnesku deildina nú í apríl 2012. Klavins starfaði áður sem fjölmiðlafulltrúi Lettneska knattspyrnusambandsins. Atburðarrásaðsend mynd- Haustið 2011 var farið af stað með að stofna FFR. Sótt var um aðild að ÍBR og félagið formlega stofnað. Laganefnd ÍSÍ gerði athugasemdir við lög félagsins í mars 2012 en unnið hefur verið úr þeim athugasemdum og hafa allar umbeðnar upplýsingar legið fyrir hjá ÍSÍ síðan í mars 2012. - Í febrúar 2012 var forsvarsmönnum FFR tilkynnt og þeir fullvissaðir um að þrátt fyrir að fullgilding ÍSÍ lægi ekki fyrir þá fengju þeir þátttökurétt í Bikar- og Íslandsmótum KSÍ. - Var keppnin skipulögð og var FFR hluti beggja móta og raðað í riðla og Bikarkeppni. Mátti m.a. sjá það á heimasíðu KSÍ. - Þann 27. apríl sl. var formanni félagsins aftur á móti sent bréf þar sem kom fram að ákvörðun hefði verið tekin af framkvæmdastjóra KSÍ um að heimila félaginu ekki þátttöku. Voru eftirfarandi ástæður gefnar upp: 1. Engir leikmenn eru skráðir í félagið sem hefja á leik í bikarkeppni KSÍ þann 8. maí nk. 2. Forráðamaður félagsins hefur ekki getað sýnt fram á það með óyggjandi hætti að liðið geti mætt til leiks með fullskipað lið til þátttöku í mótunum enda ekki skipulögð starfsemi hjá félaginu. 3. Sá aðili sem nú er skráður sem formaður félagsins og leitt hefur stofnun félagsins innan íþróttahreyfingarinnar hefur upplýst um að hann muni hverfa frá sem formaður áður en mótið hefst og ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um hvaða aðilar taki við ábyrgð á rekstri félagsins og þátttöku þess í mótum á vegum KSÍ. - Þá var félaginu gefinn frestur til að leggja fram frekari upplýsingar og skráningu leikmanna í félagið fyrir þriðjudaginn 1. maí 2012. - Þá er rétt að benda á það að bréfið er sent á föstudegi og gefinn frestur fram að 1. maí, sem var þriðjudagur, þannig að í raun var ekki heill virkur dagur til að bregðast við óskum KSÍ. Þrátt fyrir það tókst forsvarsmönnum félagsins að senda inn umbeðnar upplýsingar og sýna fram á að félagið væri í stakk búið að taka þátt í fyrsta leik sínum þann 8. maí. Þá er einnig bent á að félagsskiptaglugginn lokast ekki fyrr en 15. maí og hafa forsvarsmenn FFR fullan hug á því að bæta við íslenskum leikmönnum í lið sitt fyrir þann tíma - Þann 30. apríl voru umbeðnar upplýsingar sendar til KSÍ. Meðal þess sem sent var voru upplýsingar um hinu nýju fyrirsvarsmenn félagsins og félagsskipti fyrir 14 leikmenn sem skrá skyldi í FFR. Þá voru greidd félagsskiptagjöld fyrir leikmennina. - Jafnframt lágu fyrir upplýsingar hjá KSÍ að félagið væri búið að tryggja sér æfinga- og keppnisvöll í Úlfarsdal. - Þá lágu fyrir upplýsingar um það að búið væri að leigja hús undir leikmenn liðsins, kaupa farmiða fyrir þá til Íslands og að liðið yrði klárt til þátttöku í fyrsta fyrirhugaða leik liðsins, sem er skráður þriðjudaginn 8. maí nk. Eru þessi leikmenn nú komnir til landsins ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum. - Þrátt fyrir að þessar upplýsingar lægu fyrir barst núverandi formanni félagsins bréf frá KSÍ þann 2. maí 2012 þar sem segir: „Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um skráningu FFR í mót á vegum KSÍ árið 2012 staðfestir undirritaður fyrri ákvörðun sína og verður félaginu ekki heimiluð þátttaka á mótum á vegum KSÍ árið 2012." - Þótti þetta undarleg ákvörðun ljósi þess að fyrirsvarsmenn félagsins höfðu uppfyllt allar óskir KSÍ um upplýsingar sem og sent inn 14 félagsskiptatilkynningar. Sendi því formaður FFR fyrirspurn til framkvæmdastjóra KSÍ og óskaði eftir frekari rökstuðningi við ákvörðun sína. Skákaði framkvæmdastjóri KSÍ þá í því skjóli að félagið sé ekki fullgildur aðili að ÍSÍ. - Þann 4. maí var þessu harðlega mótmælt af hálfu FFR með formlegu bréfi til KSÍ - Því var svarað þann 8. maí þar fram kom að ástæða þess að félagið fengi ekki keppnisrétt væri byggð á því að: - félagið væri ekki aðili að ÍSÍ, - félagið væri skipað atvinnumönnum, sem sé andsætt lögum og reglum knattspyrnuhreyfingarinnar - að yfirvöld knattspyrnumála væru á varðbergi gagnvart aðgerðum sem þessum þar sem fyrirhugað veðmálasvindl væri í uppsiglingu. - Á það er bent á það að mörg fordæmi eru fyrir því að félög hafi fengið þátttöku í mótum á vegum KSÍ án þess að slík fullgilding liggi fyrir frá ÍSÍ. Má þar sem dæmi nefna félagið KH, sem skráð var til keppnis árið 2011 án þess að fullgilding þess lægi fyrir hjá ÍSÍ - Í ljósi þess að þær athugasemdir sem gerðar eru við þátttöku FFR koma fram 27. apríl, eftir að búið er að raða liðum niður í riðla og ákveða keppnisdaga, eftir að búið er að draga í bikarkeppni, eftir að búið er að kaupa flugmiða fyrir liðið til Íslands má með réttu ætla að FFR hafi mátt búast við því að liðið yrði skráð til þátttöku í keppnum KSÍ í sumar. - FFR telur engin rök hniga til slíkrar mismununar. Öll skilyrði keppnisþátttöku eru uppfyllt og virðist ekkert því til fyrirstöðu að veita FFR slíka heimild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira