Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Landgræðsla hluti nýrra þróunarmarkmiða

"Það er mikilvægt að landgræðslumál fái aukinn sess í þróunarstarfi til þess að koma í veg fyrir afleidd vandamál á borð við matvælaskort, meiriháttar fólksflutninga og átök sem geta orðið vegna landeyðingar og þurrks.“

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur fyrir 2020

Á næstu sex árum er Íslendingum gert að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um þriðjung, að undanskilinni stóriðjulosun, en hún tilheyrir kolefnismarkaði Evrópuþjóða.

Innlent
Fréttamynd

Mikil aukning vindorku í Noregi

Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu.

Skoðun
Fréttamynd

Um loftslagsbreytingar

Ísinn á suðurpólnum hefur ekki mælst meiri í 30 ár.(1,2) Í ágúst á síðasta ári var ísþekjan á norðurpólnum 29% stærri en í ágúst árið 2012. Samfelld ísþekjan sem þakti norðurpólinn þá svaraði til meira en helmingsins af stærð Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Þessi dásamlega pláneta

Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Skoðun
Fréttamynd

Hornafjörður hefur risið um 15 sentímetra frá 1997

Sveitarfélagið Hornafjörður stendur 15 sentímetrum hærra en það gerði árið 1997. Ástæðan er bráðnun Vatnajökuls. Súrnun sjávar gæti fljótlega orðið helsta áhyggjuefnið vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga.

Innlent
Fréttamynd

Ljósin kveikt að nýju

Ekki var kveikt á götuljósum í Reykjavík og Seltjarnarnessbæ fyrr en klukkan 21.30 í kvöld. Með því tóku sveitarfélögin þátt í umhverfisviðburðinum Jarðarstund eða Earth hour.

Innlent
Fréttamynd

Jöklar eiga í vök að verjast

Jökulsporðar voru mældir á nær 50 stöðum á landinu síðastliðið ár. Jarðfræðingur segir að hitastig ráði mun meiru um afkomu jökla en úrkoma. Framhlaupsjöklar eiga það til að styttast mikið en hlaupa svo skyndilega fram af krafti.

Innlent
Fréttamynd

Gleymda lögsögubeltið

Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin?

Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis.

Skoðun
Fréttamynd

Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum

Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Hann heldur 140 milljörðum tonna af vatni. Fundurinn breytir mati manna á samspili jökulsins við frekari hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs.

Innlent
Fréttamynd

Beislum neysluna

Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Það þýðir að engin önnur þjóð notar meira af auðlindum jarðar til að viðhalda lífsstíl sínum. Ef allir jarðarbúar myndu haga lífi sínu á sama hátt og meðal Íslendingurinn, þyrftum við sex jarðir til að anna eftirspurninni.

Skoðun