Leikjavísir

Leikjavísir

Playstation, Nintendo, Xbox, PC og snjalltæki. GameTíví, íslenski leikjabransinn, fréttir að utan, gagnrýni og almennt fjör.

Fréttamynd

Midnight Club 3: DUB edition

Hér eru nokkur svindl fyrir  Midnight Club 3: DUB edition. Til að virkja svindlin þarf að fara í "Cheat Menu" í valmynd leiksins og skrifa inn eftirfarandi svindl til að opna svindl möguleikanna.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA SA mættur á Xbox og PC

Einn vinsælasti og umdeildasti leikur síðasta árs er nú loks kominn út á PC og Xbox. Grand Theft Auto gerði allt vitlaust hjá Íslenskum PS2 spilurum með 7000 seldum eintökum. PC og Xbox útgáfurnar bjóða upp á flottari grafík og fleiri spilunar möguleika.

Leikjavísir
Fréttamynd

SONY PSP (PlayStation Portable)

Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Destroy All Humans Mini-Leikur

THQ fyrirtækið sett upp mini leik fyrir PlayStation 2 leikinn, Destroy All Humans, sem er væntanlegur á næstu vikum.  Í leiknum fara leikmenn í hlutverk geimveru sem hefur það markmið eitt að rústa jörðinni og íbúum hennar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Forprufun á BF2

Senn líður að því að Battlefield 2 komi í verslanir (23.06.2005) og strax eru menn farnir að tryggja sér eintök í forsölu. Geim hefur undanfarna daga verið að spila nánast tilbúna útgáfu af leiknum og því viljum við gefa aðeins forsmekkinn á því sem koma skal. Það vita allir sem spila Battlefield að leikurinn var brautryðjandi á ýmsum sviðum í fjöldaspilunar fyrstu persónu skotleikjageiranum. Battlefield 2 færir sig framar í nýjungum og bætir ýmsa leikþætti til að auðvelda spilun og gera hana æsilegri.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stórstjörnur í Batman leiknum

Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa tilkynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins muni taka þátt í gerð leiksins.  Leikurinn mun innihalda raddir og andlit Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Michael Caine (Alfred Pennyworth), Liam Neeson (Henri Ducard), Katie Holmes (Rachel Dawes), Cillian Murphy (Dr. Jonathan Crane), Tom Wilkinson (Carmine Falcone) og Morgan Freeman (Lucius Fox), en öll munu þau leika þær persónur sem þau léku í myndinni sem er væntanleg 17.júní og er leikstýrt af Christopher Nolan.

Leikjavísir
Fréttamynd

John Terry í Pro Evolution Soccer

John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins verður einn af þeim leikmönnum sem munu styðja og kynna nýjasta leikinn í Pro Evolution Soccer seríunni frá Konami.

Leikjavísir
Fréttamynd

Cold Winter kominn út

Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter .  Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara.

Leikjavísir
Fréttamynd

E3 sýningin í Los Angeles

E3 sýningin í ár var einhver sú glæsilegasta í sögunni og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi af nýjum leikjatölvum, hálfberum kvenmönnum og flottum leikjum.  En á sýninguna voru samankomin meira en 70.000 tölvunördar, jakkaföt og skutlur frá 79 löndum til að berja dýrðina augum.  Alls voru á sýningunni meira en 5000 vörur, en 20% af þeim voru á sýningunni í fyrsta skipti og 80% af þessum vörum munu koma út á þessu ári.

Leikjavísir
Fréttamynd

MX vs ATV: Unleashed

MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV  býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA LIBERTY CITY STORIES

Rockstar fyrirtækið, sem framleitt hefur Grand Theft Auto leikina, hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum Grand Theft Auto leik fyrir nýju PSP leikjavélina frá Sony Computer.  Leikurinn mun verða gefinn út 1.september eða sama dag og PSP tölvan verður gefin út í Evrópu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Doom 3

Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum.  Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón.

Leikjavísir
Fréttamynd

Call OF Duty Fines Hour

Ég var nokkuð spenntur þegar ég skellti Finest Hour í Playstation vélina enda hefur Call Of Duty valdið usla í PC heiminum. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og spilast frá sjónarhorni Rússa, Breta og Ameríkana. Spilarinn flakkar á milli Rússlands, Afríku og Evrópu og er markmiðið að sjálfsögðu að brjóta her Hitlers á bak aftur. Leikurinn byrjar í orrustunni um Stalingrad og minnir upphafsborðið óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Enemy at the Gates.

Leikjavísir
Fréttamynd

Splinter Cell: Chaos Theory

Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gears Of War á PC

Leikurinn Gears Of War sem hannaður er sérstaklega fyrir Microsoft vélina Xbox 360 mun nú einnig sjá dagsins ljós á PC.

Leikjavísir
Fréttamynd

Death By Degrees

Tekken’s Nina Willams in: Death By Degrees er fulla nafnið á leiknum sem ég fékk í hendurnar um daginn. Þetta er leikur sem Tekken aðdáendur hafa beðið lengi eftir, því að í honum er fylgst með einmenningsævintýrum hennar Ninu Williams, sem gerði einmitt garðinn grænan í Tekken leikjunum frægu. Mennirnir hjá Namco höfðu lofað frábærri grafík og spilun sem myndi gleðja alla leikmenn, allt frá hörðustu Tekken aðdáendum til allra hinna. Þá er bara spurningin, náðu þeir að standa við stóru orðin?

Leikjavísir
Fréttamynd

Half Life 2

Árið 1998 kom út fyrstu persónu skotleikur sem hristi ærlega uppí leikjaheiminum. Leikurinn heitir Half-Life og fór sigurför um heiminn og hirti flest öll “leik ársins” verðlaunin það árið. Framhald leiksins er nú komið og ekki seinna vænna. Söguhetjan Gordon Freeman mætir aftur í baráttuna og er sögusviðið City 17 í nánustu framtíð. Mannfólkið býr í ánauð og stóri bróðir fylgist með öllu og öllum. Gordon nær sambandi við gamla starfsfélaga úr Black Mesa tilraunarstöðinni sem eru nú í andspyrnuhreyfingu gegn stóra bróðir og fyrrum yfirmanni Black Mesa, Dr. Breen

Leikjavísir
Fréttamynd

Full Spectrum Warrior PS2

Þetta er minn fyrsti leikjadómur þannig að þetta er ábyggilega ekki jafn professional og þú lesandi góður ert vanur. Reyndar þegar ég fer að pæla í því þá held ég að ég hafi aldrei lesið leikjadóm... en nóg um sjálfan mig.

Leikjavísir
Fréttamynd

World of Warcraft

World of Warcraft er svokallaður MMORPG eða Massive multiplayer online role playing game, þetta mætti þýða sem fjölhlutverkaleikur á internetinu svona í fljótu bragði. Leikurinn er spilaður í risastórum heimi byggður á Warcraft leikjunum, sem eru herkænsku ævintýraleikir þar sem menn börðust við orca og allskyns skrímsli.

Leikjavísir
Fréttamynd

Football Manager 2006 fyrir PSP

SEGA Europe Ltd, og Sports Interactive kynna með stolti Football Manager 2006 fyrir PSP. Leikurinn er sérhannaður fyrir nýju leikjatölvuna frá Sony eða PSP, þannig að nú geta aðdáendur Foorball Manager leikjanna spilað leikinn hvar sem og hvenær sem er.

Leikjavísir
Fréttamynd

Football Manager 2006

SEGA Europe Ltd kynnir með stolti næsta skref Sports Interactive í hinni stórkostlegu Football Manager seríu. Leikurinn inniheldur fjölda nýrra og uppfærðra möguleika, en leikurinn Football Manager 2006 er væntanlegur á markaðinn fyrir bæði PC og Mac í haust.  Fyrstu nýjungarnar sem eru kynntar hér eru aðeins brot af þeim nýjungum sem verða í endanlegri útgáfu leiksins.  Football Manager 2006 mun innihalda fjöldan allan af nýjungum sem verða kynntar reglulega fram á haust.

Leikjavísir
Fréttamynd

Shattered Union

Take 2 Interactive hefur tilkynnt um útgáfu á leiknum Shattered Union, nýjasti leikurinn frá PopTop Software. Leikurinn gerist í tilbúinni veröld þar sem Bandaríkin eru í rúst eftir borgarastyrjöld, en Shattered Union er “turn-based” hernaðarleikur stútfullur af hasar og kemur hann út á PC og leikjatölvurnar. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Leikjavefurinn Geim

Velkomin á leikjavefinn Geim. Þetta er spánýr vefur sem mun sinna leikjasamfélaginu. Vefurinn mun bjóða uppá nýjustu leikjafréttirnar, leikjadóma, topplista, útgáfuáætlanir og svindl.

Leikjavísir
Fréttamynd

Pallbílarnir frá Henríettu

Nú er það vísindalega sannað mál að menn sem eru andlega séð frekar litlir karlar, þeir hneigjast til að fá sér stóra bíla. Þetta segi ég ekki af fordómum eða af því ég öfundist útí þá sem eiga stærri bíla en ég - þetta er ósköp einfaldlega sannað mál ... vísindalega. Og áður en ég sæti of miklum árásum karla sem eru búnir að fá sér stóra pallbíla, þá er best að taka fram að þetta er auðvitað ekki alveg algilt - gildir ekki um alveg alla.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fjórði SSX í framleiðslu

Fjórði leikurinn í verðlaunaseríunni SSX er í framleiðslu hjá EA í Vancouver, Kanada, en leikurinn mun heita SSX On Tour. SSX serían hefur unnið ótal verðlaun um allan heim og er fjórða leik seríunnar beðið með mikili eftirvæntingu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Silfurlituð útgáfa af mini PS2

Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) hefur tilkynnt að gefin verði út silfurlituð útgáfa af litlu PlayStation 2 leikjatölvunni. Þessi nýja silfurlitaða vél mun verða fáanleg í Evrópu frá og með 13.maí 2005, og mun verða sett á markað við hlið hinnar svörtu.

Leikjavísir