Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gravesen sá rautt

Staðan í leik Fylkis og ÍA í Árbænum er jöfn 0-0 þegar 20 mínútur eru liðnar af leiknum en heimamenn urðu fyrir áfalli á 20. mínútunni þegar Peter Gravesen var vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald. Skagamenn verða því manni fleiri það sem eftir lifir leiks, en liðið er aðeins með eitt stig í deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir - ÍA í beinni á Sýn í dag

Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur dagsins er viðureign Fylkis og ÍA í Árbænum og verður hann sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 16:45. Klukkan 19:15 eigast svo við Breiðablik - Valur, KR - Víkingur og Keflavík - HK.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH burstaði HK - KR og ÍA á botninum

FH-ingar eru enn með fullt hús stiga þegar þriðja umferðin í Landsbankadeildinni er langt komin. FH burstaði nýliða HK 4-0 í Hafnarfirði í kvöld, Breiðablik og Keflavík skildu jöfn 2-2 í Kópavogi, líkt og ÍA og Fram á Skaganum og þá unnu Fylkismenn 1-0 sigur á Víkingi í Fossvogi. KR hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 2-1 tap fyrir Val á Laugardalsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld

Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson mætti á æfingu hjá KR í kvöld

Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson er kominn aftur heim eftir langa veru í atvinnumennskunni erlendis og í kvöld mætti hann á sína fyrstu æfingu með KR. Guðjón Guðmundsson hitti Rúnar að máli í kvöld, en hann verður líklega í leikmannahópi KR gegn Val annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR skellti Blikum

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK lagði ÍA í Kópavoginum

Nýliðar HK unnu góðan sigur á ÍA í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli HK í Kópavoginum, endaði 1-0 en það var Jón Þorgrímur Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. HK er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn eru enn stigalausir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK leiðir gegn ÍA í hálfleik

Jón Þorgrímur Stefánsson hefur skorað eina markið í leik HK og ÍA í Landsbankadeildinni, en flautað hefur verið til hálfleiks á Kópavogsvellinum. Markið skoraði hann undir lok hálfleiksins en fram að þeim tíma höfðu gestirnir frá Akranesi verið sterkari aðilinn. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH vann í Keflavík

Íslandsmeistarar FH eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir Landsbankadeildar karla í knattspyrnu en í kvöld vann liðið góðan sigur á Keflavík á útivelli, 2-1. Öll mörkin komu í síðari hálfleik en Matthías Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingur vann í Laugardalnum

Víkingur vann frækinn 2-0 útisigur á Fram í Landsbankadeildinni í kvöld en KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn Blikum í Frostaskjólinu. Í Keflavík eigast við heimamenn og Íslandsmeistarar FH og er staðan enn markalaus þegar nokkuð er liðið á síðari hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR yfir í hálfleik gegn Breiðablik

Eitt mark hefur verið skorað í fyrri hálfleik í þeim leikjum Landsbankadeildar karla sem fram fara í kvöld. Sigmundur Kristjánsson gerði það fyrir KR gegn Breiðablik en markið skoraði hann strax á 7. mínútu. Enn er markalaust er á Laugardalsvelli þar sem Framarar og Víkingar eigast við.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur vann Fylki í Árbænum

Tvö mörk Valsmanna á síðasta stundarfjórðungnum tryggðu liðinu frækinn 2-1 útisigur á Fylki í Landsbankadeild karla. Það var danski leikmaðurinn Rene Carlsen sem skoraði sigurmarkið á 83. mínútu en áður hafði Halldór Hilmisson komið Fylki yfir. Annar Dani í lið Vals, Dennis Bo Mortensen, hafði áður jafnað metin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar

Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga

Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir vann Breiðablik

Fylkir bar sigurorð af Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld með einu marki gegn engu. Markið kom í seinni hálfleik en blikar voru manni færri meirihluta leiks. Blikar gerðu harða hríð að marki fylkismanna án þess að það bæri árangur. Christian Christiansen skoraði mark Fylkis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar jöfnuðu á lokamínútunum

Óðinn Árnason jafnaði fyrir framara þegar um tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Vals í Landsbankadeildinni. Áður hafði Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður Fram, komið valsmönnum yfir. Leikurinn endaði því með janftefli, einu marki gegn einu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH: Í sérflokki síðustu sumur

Fréttablaðið hefur síðustu daga talið niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum FH-ingum Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar eru á eftir sínum fjórða titli í röð og margt bendir til þess að Íslandsbikarinn verði áfram í Krikanum. Liðið er frábært, breiddin einstök, umgjörðin glæsileg og ofan á allt heldur Hafnarfjarðarmafían uppi taktinum og stemningunni í kringum liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Draumadeild Landsbankans og Vísis komin á fullt

Nú er hin árlega Draumadeild Landsbankans og Vísis komin í loftið. Deildin hefur verið uppfærð mikið frá síðasta ári og nú geta þátttakendur slkipt meira um menn í sínu liði og kominn er SMS virkni og fleira. Skráning fyrstu dagana hefur verið góð, þegar hafa 2.000 lið skráð sig til þátttöku og bætist við með hverri mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur: Þriðja árið hans Willums

Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslandsmeisturunum spáð góðu gengi

Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnuliða í Landsbankadeildum karla- og kvenna spáðu í dag í spilin á árlegum kynningarfundi fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem hefst á næstu dögum. FH og Valur munu því verja titla sína ef spárnar rætast. Nýliðum HK er spáð falli í karlaflokki og Valur og KR urðu hnífjöfn í öðru til þriðja sæti í spánni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Átta Valsstúlkur í landsliðshópnum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í dag hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum á Roots Hall þann 17. maí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals eiga áberandi flesta fulltrúa í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsbankadeildin fyrirferðamikil á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn mun í sumar gera Landsbankadeildinni í knattspyrnu betri skil en nokkru sinni fyrr og alls verða þrjár beinar útsendingar á stöðinni frá fyrstu umferðinni. Sérstakur upphitunarþáttur verður í opinni dagskrá stöðvarinnar á fimmtudagskvöldið klukkan 21.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson á leið í KR

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson hjá Lokeren í Belgíu ætlar að ganga aftur í raðir KR í Landsbankadeildinni í sumar. Rúnar staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag, en óvíst er hvenær hann lýkur keppni með belgíska liðinu sem er í bullandi fallhættu í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Rúnar gæti þó orðið klár í slaginn í þriðju umferðinni hér heima þegar KR mætir Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sanngjarn sigur FH á Keflavík

Íslandsmeistarar FH unnu sanngjarnan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur í hinni árlegu Meistarakeppni KSÍ. Það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu leiksins. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekkert sérstakar á frjálsíþróttavellinum í Krikanu í gær. Nokkur vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir en eftir að leikmenn höfðu vanist aðstæðum mátti sjá góð tilþrif.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga?

Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur vann KR

Valur er deildameistari kvenna í fótbolta í þriðja sinn eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöllinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir eftir 25. mínútu og Nína Ósk Kristinsdóttir bætti síðan við öðru marki tólf mínútum eftir hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar deildarbikarmeistarar

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sigur í Lengjubikarnum eftir að þeir lögðu Val 3-2 eftir framlengdan úrslitaleik á Stjörnuvelli. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en Sigurbjörn Hreiðarsson fór illa að ráði sínu í upphafi leiks þegar hann lét Daða Lárusson verja frá sér vítaspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK: Nýliðarnir númeri of litlir

Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust.

Íslenski boltinn