Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ég ber engan kala til Guðmundar Mete

Sextán liða úrslitum VISA-bikars karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þór tekur á móti Fylki á Akureyri, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og svo tekur 1. deildarlið Þróttar á móti Keflavík. Í þeirri viðureign mætast á ný Hjörtur Hjartarson, leikmaður Þróttar, og Guðmundur Mete, leikmaður Keflavíkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dramatískur Valssigur í Vesturbæ

Valsmenn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla eftir dramatískan sigur á KR-ingum í Vesturbænum. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit en þar fóru heimamenn illa af ráði sínu. KR-ingar brenndu úr þremur vítaspyrnum á meðan Valsmenn skoruðu úr öllum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjö marka leikur á Eskifirði

Íslandsmeistarar FH, 1. deildarlið Fjölnis og 2. deildarlið Hauka komust í gær í átta liða úrslit VISA-bikars karla. Haukarnir slógu út úrvalsdeildarlið Fram í bráðabana í vítaspyrnurkeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn unnu Víkinga í framlengingu í gær

Sigurganga Guðjóns Þórðarsonar í bikarkeppninni heldur áfram en lið undir hans stjórn hafa unnið 20 leiki í röð í keppninni. Í gær lágu Víkingar, 2-1, fyrir ÍA í framlengdum leik. Skagamenn geta þakkað hinum 16 ára markverði, Trausta Sigurbjörnssyni, og Jóni Vilhelmi Ákasyni fyrir sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enginn úrskurður

Aganefnd og úrskurðar­nefnd KSÍ kom saman í gær en beðið var eftir úrskurði hennar um atburðina á Akranesi í síðustu viku þegar sauð upp úr milli Skagamanna og Keflvíkinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hafþór fótbrotnaði

Hafþór Ægir Vilhjálmsson, miðjumaður Vals, lenti í hörðu samstuði við Ásgeir Örn Ólafsson, ungan miðjumann KR, strax á 7. mínútu leiksins í gær. Hafþór var borinn útaf og síðar fluttur af vellinum með sjúkrabíl. Við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að Hafþór er fótbrotinn og verður frá keppni það sem eftir lifir sumars.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukar sendu Fram út úr bikarkeppninni

Lið Hauka úr 2. deildinni gerði sér lítið fyrir og sló Framara út úr Visa-bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik og vítakeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust svo ekki fyrr en í bráðabana þar sem heimamenn fögnuðu sætum sigri á hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kjartan hetja Valsmanna

Valsmenn tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu með sigri á KR eftir framlengingu og vítakeppni. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma þar sem Guðmundur Benediktsson skoraði fyrir Val en Tryggvi Bjarnason jafnaði fyrir KR. Kjartan Sturluson varði svo tvær vítaspyrnur KR-inga í vítakeppninni og tryggði sínum mönnum sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn í 8-liða úrslit

Skagamenn eru komnir í 8-liða úrslit Visa-bikarsins eftir 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld. Arnar Sigurgeirsson kom gestunum yfir í leiknum á síðustu augnablikum fyrri hálfleiks en Andri Júlíusson svaraði fyrir ÍA í upphafi þess síðari. Það var svo gott einstaklingsframtak Jóns Vilhelms Ákasonar í síðari hálfleik framlengingar sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir og FH komin í 8-liða úrslit

Fjölnismenn eru komnir í 8-liða úrslit Visabikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-3 sigur á Fjarðabyggð á Eskifirði í æsilegum leik. Þá eru Íslandsmeistarar FH komnir áfram eftir 3-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Leikir Hauka og Fram, KR og Vals og svo ÍA og Víkings eru allir komnir í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur í þeim öllum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingur yfir á Skaganum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Visa-bikarnum í knattspyrnu. Víkingur hefur yfir 1-0 gegn ÍA á Skaganum, markalaust er hjá KR og Val í vesturbænum, jafnt er hjá Haukum og Fram í Hafnarfirði 1-1 og ekkert mark hefur litið dagsins ljós í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum FH. Þá hefur Fjölnir yfir 2-1 gegn Fjarðabyggð á Eskifirði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nítján bikarsigrar í röð

Skagamenn hefja keppni í VISA-bikar karla í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn upp á Skaga. Skagamenn ættu að mæta til leiks fullir bjartsýni enda er Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón hefur stýrt liði til sigurs í 19 bikarleikjum í röð á Íslandi en hann lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð frá 1993 til 1996.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

17 ára piltur settur til höfuðs Helga

Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins lágu Danir í því

Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiðablik lagði Fjölni

Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR af botninum

ÍR lyfti sér í kvöld af botninum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Þór/KA 3-0 í uppgjöri botnliðanna í deildinni. Ana Gomes kom ÍR á bragðið á heimavelli með marki á 9. mínútu, Bryndís Jóhannesdóttir kom liðinu í 2-0 úr víti skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag

Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Góður sigur Þróttara í Eyjum

Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á heimamönnum í ÍBV í 1. deildinni. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og Rafn Haraldsson bætti við fjórða markinu, en Atli Heimisson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar en ÍBV er í 5. sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frábær sigur hjá íslensku nördunum

Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili

Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer fram á Parken

Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvissa með Jónas Guðna

Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum

Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark

Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík

Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nördaleikur í dag

Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenski boltinn