Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Seinni leikur FH og HB í dag

Íslandsmeistarar FH mæta HB í Færeyjum í dag í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. FH sigraði fyrri leikinn 4-1 síðastliðinn miðvikudag þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Freyr Bjarnason og Sigurvin Ólafsson sitt markið hvor.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir leikir í Landsbankadeild karla í kvöld

Tveir leikir fara fram í kvöld í 11. umferð Landsbankadeildar karla. Breiðablik tekur á móti KR í Kópavoginum á meðan Víkingur mætir Fram á heimavelli. KR situr á botninum með sex stig, Fram er í 9. sæti með átta stig, Víkingur er í 8. sæti með níu stig og þessir leikir því gríðarlega mikilvægir í botnbaráttunni. Breiðablik er í 6. sæti með 13 stig. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur tapaði fyrir Fylki á heimavelli

Valur tapaði í kvöld gegn Fylki á heimavelli með tveimur mörkum gegn fjórum. Leikurinn var bráðskemmtilegur og voru Valsmenn yfir í hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Valsmenn misstu þar með af tækifærinu til að komast á topp deildarinnar og sitja áfram í öðru sæti með 21 stig. Fylkir komst með sigrinum upp í fimmta sætið með 15 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur yfir gegn Fylki á Laugardalsvellinum

Valur er 2-1 yfir í hálfleik gegn Fylki í Laugardalnum í fyrsta leik 11 umferðar Landsbankadeildar karla. Fylkismenn komust yfir á 16. mínútu þegar Peter Gravesen skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem var dæmd á Kjartan Sturluson, markvörð Vals. Mínútu seinna jafnaði Daníel Hjaltason fyrir Valsmenn. Það var svo Helgi Sigurðsson sem kom Val yfir með marki á 35. mínútu eftir hornspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld

Valur og Fylkir mætast í kvöld í fyrsta leik 11. umferðar í Landsbankadeild karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar í bili með 24 stig. FH er á toppnum núna með 23 stig og mæta Keflvíkingum í toppslag á laugardaginn. Fylkir er í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum

Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í gær

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í gær. Fimm Íslenskir frjálsíþróttaunglingar á aldrinum 16-17 ára munu taka þátt á mótinu, en 38 Íslenskir íþróttamenn taka þátt í Ólympíuhátíðinni að þessu sinni í sjö íþróttagreinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U19: Stelpurnar mæta Þjóðverjum í dag

Íslenska U19 ára kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum klukkan 16:00 í dag á Grindavíkurvelli á Evrópumótinu. Þjóðverjar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum, en íslensku stelpurnar geta ekki komist áfram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gaf gult en breytti því í rautt

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnismenn biðjast afsökunar

Stuðningsmannaklúbbur Fjölnis í Grafarvogi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað á leik liðsins gegn ÍBV í 1. deildinni á mánudagskvöldið. Þar voru stuðningsmenn Fjölnis sektaðir fyrir gróf köll að dómurum og leikmönnum. Fjölnismenn viðurkenna að munnsöfnuður nokkurra stuðningsmanna hafi verið óviðeigandi, en hafna því alfarið að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland steinlá fyrir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 19 ára steinlá í kvöld 5-0 fyrir Norðmönnum í opnunarleik sínum í A-riðli á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig tvö mörk skömmu fyrir leikhlé og eftir það var róðurinn þungur á Laugardalsvellinum. Þjóðverjar lögðu Dani 1-0 í þessum sama riðli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

FH-ingar hafa 2-1 yfir gegn HB í hálfleik

Nú er kominnn hálfleikur í viðureign FH og HB frá Færeyjum í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar byrjuðu vel og komust í 2-0 með mörkum frá Frey Bjarnasyni og Matthíasi Vilhjálmssyni snemma leiks, en liðið svaf á verðinum á lokamínútum hálfleiksins og þar varð Tommy Nielsen fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ sektaði Fjölnismenn

Aganefnd KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild Fjölnis um 30 þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í leik gegn ÍBV í fyrrakvöld. Sektinni fylgdi líka aðvörun og til greina kemur að liðið fái heimaleikjabann ef stuðningsmennirnir haga sér ekki í framtíðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sættir í deilu ÍA og Keflavíkur

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umdeilds marks sem skorað var í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni 4. júlí sl. Jafnframt kemur fram í að forystumenn félaganna rita með undirskrift sinni undir fullar sættir milli félaganna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við lítum á þetta sem tapaðan leik

HK og Víkingur náðu bæði í langþráð stig í 2-2 jafntefli liðanna í Landsbankadeildinni í gær. Víkingar komust í 2-0 og fengu mörg færi til að skora fleiri mörk en HK sýndi mikinn karakter í að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér stigið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftaka hjá Blikum í Árbæ

Óhætt er að segja að fyrstu tíu mínútur leiks Fylkismanna og Breiðabliks hafi verið algerlega á skjön við það sem síðar kom. Fylkismenn byrjuðu betur og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Blika. Þá fannst fyrirliðanum Arnari Grétarssyni, nóg komið og tók leikinn í sínar hendur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn færast nær meisturunum

Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Platini afhendir bikarinn

Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslitakeppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í Keflavík

Leik Keflavíkur og KR í Landsbankadeild karla var að ljúka með jafntefli, 1-1. Markalaust var í hálfleik, en Rúnar Kristinsson misnotaði vítaspyrnu fyrir KR í fyrri hálfleik. Símun Eiler Samuelsen kom heimamönnum yfir á 78. mínútu en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR-inga á 83. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn sóttu stig í Kaplakrikann

Leik FH og ÍA í Landsbankadeild karla var að ljúka. Leikurinn endaði 1-1. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir á 7. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það var svo Ellert Jón Björnsson sem jafnaði fyrir skagamenn á 79. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U19: Styttist í Evrópumót kvennalandsliða

Nú eru aðeins fjórir dagar þar til Evrópumót kvennalandsliða undir 19 ára hefst hér á landi. Þetta er stærsta verkefni sem knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í. Opnunarleikur Íslands og Noregs verður í Laugardalnum á miðvikudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum

Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikarmeistararnir úr leik

Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar höfðu betur í grannaslagnum

Breiðablik, Keflavík og Fylkir urðu í kvöld síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu. Breiðablik lagði granna sína í HK 3-1 eftir framlengdan leik, Fylkir lagði Þór á Akureyri 4-1 og Keflvíkingar lögðu Þróttara 1-0 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn