Fjölnismenn biðjast afsökunar 19. júlí 2007 12:15 Stuðningsmannaklúbbur Fjölnis í Grafarvogi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað á leik liðsins gegn ÍBV í 1. deildinni á mánudagskvöldið. Þar voru stuðningsmenn Fjölnis sektaðir fyrir gróf köll að dómurum og leikmönnum. Fjölnismenn viðurkenna að munnsöfnuður nokkurra stuðningsmanna hafi verið óviðeigandi, en hafna því alfarið að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. Yfirlýsingin er hér fyrir neðan: Í ljósi atburða og umræðu síðustu daga, þá þykir okkur mikilvægt að eftirfarandi komi fram: Við biðjumst afsökunar á munnsöfnuði okkar í garð Eyjamanna og dómara í leik Fjölnis og ÍBV þann 16. júlí. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við vonum einnig að stuðningsmenn annara liða læri af þessu og að þessi úrskurður KSÍ verði til þess að munnsöfnuður stuðningsmanna almennt verði háttvísari. Varðandi umræðu í fjölmiðlum um meinta kynþáttafordóma, viljum við benda á úrskurð KSÍ á heimasíðu þeirra. Þar er minnst á gróf köll áhangenda Fjölnis, en hvergi er minnst á kynþáttafordóma, enda átti slíkt sér aldrei stað og mun aldrei verða liðið á Fjölnisvelli. Ásakanir þessar eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Það er sorglegt að sjá hvernig farið hefur fyrir hinum ýmsu fjölmiðlum, sem hafa því miður étið þetta mál hver upp eftir öðrum. Það er ekki sæmandi fjölmiðlum sem stunda ábyrga fréttamennsku. Við sem að stuðningsmannaklúbbnum stöndum höfum kappkostað að styðja Fjölni undanfarin ár. Við höfum áður verið kallaðir dónar og biðjumst við afsökunar á slíku framferði. Við sitjum hins vegar undir röngum ásökunum um kynþáttafordóma. Við höfnum slíkum ásökunum og óskum eftir því að fjölmiðlar sýni okkur sanngirni og segi sannleikann. Við hörmum hvernig umræðan hefur þróast, og vonum að Grafarvogsbúar og aðrir dæmi okkur ekki vegna þessa eina leiks. Að lokum viljum við bjóða alla velkomna í Grafarvoginn á föstudaginn, þar sem Fjölnismenn taka á móti Reyni frá Sandgerði. Virðingarfyllst, stuðningsmannaklúbbur Fjölnis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stuðningsmannaklúbbur Fjölnis í Grafarvogi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað á leik liðsins gegn ÍBV í 1. deildinni á mánudagskvöldið. Þar voru stuðningsmenn Fjölnis sektaðir fyrir gróf köll að dómurum og leikmönnum. Fjölnismenn viðurkenna að munnsöfnuður nokkurra stuðningsmanna hafi verið óviðeigandi, en hafna því alfarið að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. Yfirlýsingin er hér fyrir neðan: Í ljósi atburða og umræðu síðustu daga, þá þykir okkur mikilvægt að eftirfarandi komi fram: Við biðjumst afsökunar á munnsöfnuði okkar í garð Eyjamanna og dómara í leik Fjölnis og ÍBV þann 16. júlí. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við vonum einnig að stuðningsmenn annara liða læri af þessu og að þessi úrskurður KSÍ verði til þess að munnsöfnuður stuðningsmanna almennt verði háttvísari. Varðandi umræðu í fjölmiðlum um meinta kynþáttafordóma, viljum við benda á úrskurð KSÍ á heimasíðu þeirra. Þar er minnst á gróf köll áhangenda Fjölnis, en hvergi er minnst á kynþáttafordóma, enda átti slíkt sér aldrei stað og mun aldrei verða liðið á Fjölnisvelli. Ásakanir þessar eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Það er sorglegt að sjá hvernig farið hefur fyrir hinum ýmsu fjölmiðlum, sem hafa því miður étið þetta mál hver upp eftir öðrum. Það er ekki sæmandi fjölmiðlum sem stunda ábyrga fréttamennsku. Við sem að stuðningsmannaklúbbnum stöndum höfum kappkostað að styðja Fjölni undanfarin ár. Við höfum áður verið kallaðir dónar og biðjumst við afsökunar á slíku framferði. Við sitjum hins vegar undir röngum ásökunum um kynþáttafordóma. Við höfnum slíkum ásökunum og óskum eftir því að fjölmiðlar sýni okkur sanngirni og segi sannleikann. Við hörmum hvernig umræðan hefur þróast, og vonum að Grafarvogsbúar og aðrir dæmi okkur ekki vegna þessa eina leiks. Að lokum viljum við bjóða alla velkomna í Grafarvoginn á föstudaginn, þar sem Fjölnismenn taka á móti Reyni frá Sandgerði. Virðingarfyllst, stuðningsmannaklúbbur Fjölnis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira