Valsmenn færast nær meisturunum 17. júlí 2007 03:00 Kristján Hauksson nær hér boltanum af Helga Sigurðssyni í Laugardalnum í gær. fréttablaðið/anton Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. Fótboltinn sem liðinu buðu upp á í Laugardalnum í gær var ekki sá besti sem sést hefur í sumar en baráttan hjá báðum liðum var sannarlega til staðar. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og uppskáru mark strax í upphafi þegar Guðmundur litli Benediktsson, af öllum mönnum, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Framarar vönkuðust greinilega við markið og áttu í erfiðleikum næstu mínútur, ekki síst við að verjast föstum leikatriðum Valsmanna. Þeir náðu þó að ranka við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum að velgja Valsmönnum undir uggum, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Það eru þó engin ný tíðindi fyrir Ólaf Þórðarson, þjálfara Fram, sem vantar sárlega leikmann til að klára færin - leikmann sem þefar uppi fyrirgjafirnar inn í vítateignum. Jónas Grani Garðarsson, sem var fremsti maður Fram í gær, er ekki þessi leikmaður. Þetta sést best á því að þrátt fyrir að Framarar hafi verið síst lakari aðilinn stóran hluta fyrri hálfleiks kom fyrsta markskot liðsins ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins. Alls átti liðið sex skot í leiknum og rataði ekkert þeirra á markið. Framarar reyndu hvað þeir gátu að skapa hættu upp við mark Vals í síðari hálfleik en vörn þeirra rauðklæddu var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Smám saman fjaraði undan sóknartilburðum Framara og eftir að Kristján Hauksson náði sér í tvö gul spjöld með rúmlega einnar mínútu millibili varð allur vindur úr gestunum. Einum leikmanni fleiri gátu Valsmenn sigldu fleyinu örugglega í höfn án teljandi mótspyrnu og bætti Kristinn Hafliðason við öðru marki á 87. mínútu. Eins og áður segir var það vöntun á markagræðgi sem varð Fram að falli í gær, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Liðið verst ágætlega og í sókninni eru ágætis hugmyndir í gangi, en leikmenn ná ekki að vinna nægilega vel úr þeim. Valsmenn voru alls ekki upp á sitt besta í gær en gerðu það sem þurfti og gott betur. Vörnin var mjög öflug með Atla Svein Þórarinsson sem besta mann og á miðjunni var Baldur Bett gríðarlega öflugur, sívinnandi og spilaði boltanum vel frá sér. Hollingin á liði Vals er farið að minna nokkuð á helstu keppinautana úr Hafnarfirðinum, liðið er alltaf líklegt til að skora og innbyrðir þrjú stig þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik. Það eitt gerir gerir Valsmenn líklega til að veita Hafnfirðingum harða keppni allt fram til loka Íslandsmótsins. "Við gefum þeim ódýrt mark í byrjun leiks og erum síðan að basla með það allan leikinn. Brottreksturinn setur okkur síðan gjörsamlega út úr leiknum og annað markið slátrar síðan leiknum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram í viðtali við Sýn í gær. "Við erum að spila varnarleikinn mjög vel, höldum Helga og Gumma vel í skefjum en gefum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði og það er ekki nógu gott," sagði Reynir Leósson, fyrirliði Framara í viðtali við Sýn í gær. Við áttum í lungan af leiknum undir högg að sækja og við lifum ekki í blekkingu með það. Við stóðum vaktina vel til baka og Kjartan markvö0rður var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Það hélt okkur á floti með Framarar herjuðu á okkur. Það er ákveðinn styrkur í að vinna svona leik. Munururinn á liðunum í dag var einfaldlega bara sjálfstraustið," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals í viðtali við Sýn eftir leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Valsmenn galopnuðu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valnum í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. Fótboltinn sem liðinu buðu upp á í Laugardalnum í gær var ekki sá besti sem sést hefur í sumar en baráttan hjá báðum liðum var sannarlega til staðar. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og uppskáru mark strax í upphafi þegar Guðmundur litli Benediktsson, af öllum mönnum, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Framarar vönkuðust greinilega við markið og áttu í erfiðleikum næstu mínútur, ekki síst við að verjast föstum leikatriðum Valsmanna. Þeir náðu þó að ranka við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum að velgja Valsmönnum undir uggum, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Það eru þó engin ný tíðindi fyrir Ólaf Þórðarson, þjálfara Fram, sem vantar sárlega leikmann til að klára færin - leikmann sem þefar uppi fyrirgjafirnar inn í vítateignum. Jónas Grani Garðarsson, sem var fremsti maður Fram í gær, er ekki þessi leikmaður. Þetta sést best á því að þrátt fyrir að Framarar hafi verið síst lakari aðilinn stóran hluta fyrri hálfleiks kom fyrsta markskot liðsins ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins. Alls átti liðið sex skot í leiknum og rataði ekkert þeirra á markið. Framarar reyndu hvað þeir gátu að skapa hættu upp við mark Vals í síðari hálfleik en vörn þeirra rauðklæddu var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Smám saman fjaraði undan sóknartilburðum Framara og eftir að Kristján Hauksson náði sér í tvö gul spjöld með rúmlega einnar mínútu millibili varð allur vindur úr gestunum. Einum leikmanni fleiri gátu Valsmenn sigldu fleyinu örugglega í höfn án teljandi mótspyrnu og bætti Kristinn Hafliðason við öðru marki á 87. mínútu. Eins og áður segir var það vöntun á markagræðgi sem varð Fram að falli í gær, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Liðið verst ágætlega og í sókninni eru ágætis hugmyndir í gangi, en leikmenn ná ekki að vinna nægilega vel úr þeim. Valsmenn voru alls ekki upp á sitt besta í gær en gerðu það sem þurfti og gott betur. Vörnin var mjög öflug með Atla Svein Þórarinsson sem besta mann og á miðjunni var Baldur Bett gríðarlega öflugur, sívinnandi og spilaði boltanum vel frá sér. Hollingin á liði Vals er farið að minna nokkuð á helstu keppinautana úr Hafnarfirðinum, liðið er alltaf líklegt til að skora og innbyrðir þrjú stig þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik. Það eitt gerir gerir Valsmenn líklega til að veita Hafnfirðingum harða keppni allt fram til loka Íslandsmótsins. "Við gefum þeim ódýrt mark í byrjun leiks og erum síðan að basla með það allan leikinn. Brottreksturinn setur okkur síðan gjörsamlega út úr leiknum og annað markið slátrar síðan leiknum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram í viðtali við Sýn í gær. "Við erum að spila varnarleikinn mjög vel, höldum Helga og Gumma vel í skefjum en gefum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði og það er ekki nógu gott," sagði Reynir Leósson, fyrirliði Framara í viðtali við Sýn í gær. Við áttum í lungan af leiknum undir högg að sækja og við lifum ekki í blekkingu með það. Við stóðum vaktina vel til baka og Kjartan markvö0rður var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Það hélt okkur á floti með Framarar herjuðu á okkur. Það er ákveðinn styrkur í að vinna svona leik. Munururinn á liðunum í dag var einfaldlega bara sjálfstraustið," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals í viðtali við Sýn eftir leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira