Íslenski boltinn

Skagamenn sóttu stig í Kaplakrikann

Leik FH og ÍA í Landsbankadeild karla var að ljúka. Leikurinn endaði 1-1. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir á 7. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það var svo Ellert Jón Björnsson sem jafnaði fyrir skagamenn á 79. mínútu.

FH er sem fyrr á toppi deildarinnar með 23 stig eftir tíu leiki. Valsmenn geta minnkað forskot FH niður í tvö stig sigri þeir Fram á mánudaginn. Skagamenn eru í 4. sæti með 15 stig.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×