Íslenski boltinn

Guðjón tekur ekki til greina að leikur ÍA og Keflavíkur verði endurtekinn

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, segir það ekki koma til greina að endurtaka umdeildan leik ÍA og Keflavíkur. Í leiknum skoraði Bjarni Guðjónsson umdeildasta mark sumarsins sem tryggði ÍA sigur á Keflavík.

Knattspyrnuheimurinn logaði eftir umræddan leik þar sem Bjarni skoraði markið. Mörg þung orð hafa fallið í kjölfarið en engin lausn fundist. Ein hugmynd hefur verið sú að endurtaka leikinn. Núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sem og fyrrverandi landsliðsþjálfari eru sammála um að það sé eina leiðin til að sættir náist.

En þjálfari Skagamanna hefur nú tekið af allan vafa um þessa tillögu og segir ekkert slíkt koma til greina. Ýtið á „Spila" til að sjá markið og viðtal við Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×