Íslenski boltinn

Jafntefli í Keflavík

Leik Keflavíkur og KR í Landsbankadeild karla var að ljúka með jafntefli, 1-1. Markalaust var í leikhléi, en Rúnar Kristinsson misnotaði vítaspyrnu fyrir KR í fyrri hálfleik. Símun Eiler  Samuelsen kom heimamönnum yfir á 78. mínútu en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR-inga á 83. mínútu.

Keflvíkingar hefðu með sigri getað minnkað forskot FH niður í 3 stig. KR situr enn á botninum með sex stig eftir 10 leiki, en Keflavík er í 3. sæti með 18 stig eftir 10 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×