Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Sjö leikmenn í Landsbankadeild dæmdir í bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði nú síðdegis. Sjö leikmenn úr Landsbankadeildinni fengu leikbann, þar á meðal Stefán Þórðarson hjá ÍA sem var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu og var því dæmdur í tveggja leikja bann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík lagði KR í frábærum leik

Toppliðin FH og Keflavík unnu leiki sína í dag þegar sjötta umferð Landsbankadeildarinnar kláraðist með fimm leikjum. Leikur Keflavíkur og KR var sannkölluð flugeldasýning og lauk með 4-2 sigri heimamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur og KR enn með fullt hús

Valur og KR eru sem fyrr á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir leiki dagsins, en bæði lið unnu leiki sína í dag. Valur valtaði yfir Keflavík suður með sjó 9-1 og KR lagði Stjörnuna 2-0 í vesturbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kvennalandsliðið upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag. Ísland hefur hækkað sig um þrjú sæti frá áramótum og er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður aftur í enska boltann?

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leið aftur í enska boltann. Þetta segir faðir hans, Arnór Guðjohnsen, í samtali við BBC. Hann segir að eitt enskt úrvalsdeildarlið hafi sýnt mikinn áhuga á að fá Eið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór fékk mest úr mannvirkjasjóði

Hafnar eru framkvæmdir á nýjum íþróttaleikvangi á svæði Þórs á Akureyri. Reisa á byggingar þar sem Akureyrarvöllur er staðsettur en íþróttafélagin Þór og KA hafa bæði haft afnot af vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjalar: Eigum enn mikið inni

Það verður einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Fylkir tekur á móti Þrótti. Í marki Fylkis stendur Fjalar Þorgeirsson en hann lék um langt skeið með Þrótti og hlakkar til leiksins í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Þór orðaður við Sundsvall

GIF Sundsvall í Svíþjóð hefur áhuga á miðjumanninum Davíði Þór Viðarssyni hjá FH. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag. Davíð Þór er lykilmaður hjá Hafnarfjarðarliðinu sem trjónir á toppi Landsbankadeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U21 landsliðið mætir Noregi

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur leika tvo vináttulandsleiki. Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst næstkomandi en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Leikstaðir verða ákveðnir þegar nær dregur leikdögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Drátturinn í 32 liða úrslit bikarsins

Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. Landsbankadeildarliðin tólf koma þá inn í keppnina. Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni en leikirnir fara flestir fram 18. og 19. júní.

Íslenski boltinn