Tryggðu sér sigur með síðustu snertingu leiksins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2008 19:02 Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Þróttarar fögnuðu í kvöld dýrmætum 3-2 sigri á Fylki í Árbænum í kvöld eftir að hafa lent tvívegis undir og skorað sigurmark leiksins með síðustu snertingu leiksins, ef frá er talin miðjan sem Fylkismenn tóku eftir markið. Fylkir komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Þóris Hannessonar og Jóhannes Þórhallssonar. En Þróttarar, sem voru afar sprækir lengst af í leiknum, neituðu að játa sig sigraða. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hjörtur Hjartarson úr víti í síðari hálfleik. Það var svo varnarmaðurinn Michael Jackson sem tryggði Þrótti sigur í blálokin. Þórir skoraði fyrsta mark Fylkis eftir laglega stungusendingu Vals Fannars Gíslasonar á sextándu mínútu. Skömmu síðar kom Magnús Már inn á sem varamaður fyrir Adolf Sveinsson sem á við meiðsli að stríða. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið á 38. mínútu með skoti úr vítateignum. Þróttarar voru talsvert öflugri í fyrri hálfleik og áttu tvö skot í stöng. Í síðara skiptið átti Magnús Már laglegt þríhyrningsspil við Hjört Hjartarson og var Magnús óheppinn að boltinn fór ekki inn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora síðari hálfleik. Aftur kom Þórir við sögu en hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu. Þaðan barst boltinn beint fyrir fætur Jóhanns Þórhallsonar sem skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar fengu Fylkismenn tækifæri til að auka muninn enn frekar er Jóhann var kominn einn gegn markverði Þróttar eftir sendingu Allans Dyring. Bjarki Freyr Guðmundsson varði hins vegar slakt skot Jóhanns. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora eftir þetta og var til að mynda bjargað á línu báðum megin á vellinum. Síðara jöfnunarmark Þróttar kom svo úr víti þegar átta mínútur voru til leiksloka. Valur Fannar Gíslason gerði sig sekan um að brjóta á Hirti Hjartarsyni sem skoraði sjálfur úr spyrnunni af miklu öryggi. Þróttarar gerðu sig frekar líklegri til að skora sigurmarkið og uppskáru það í blálok leiksins er Michael Jackson skoraði með skalla. Fyrir vikið er Þróttur komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Fylkir er enn í fimmta sæti með níu stig.Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en til að komast þar inn nægir að setja inn slóðina visir.is/boltavakt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira