FH og Keflavík að stinga af? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 12:39 FH-ingar fagna einu marka sinna gegn Fjölni í gær. Mynd/Daníel Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni. FH-ingar eru í efsta sæti deildarinnar með sextán stig og Keflavík í öðru sæti með fimmtán. Næstu lið koma sex stigum á eftir Keflvíkingum og því ljóst að þessi tvö lið verða á toppi deildarinnar í næstu tveimur umferðum, að minnst kosti. Það er nánast sama hvar er komið niður, þessi tvö lið bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. Þróttarar erfiðir toppliðunum Bæði lið hafa unnið fimm af sínum sex leikjum til þessa en FH-ingar eru enn taplausir og gert eitt jafntefli. Það kom í æsispennandi leik gegn Þrótti þar sem jöfnunarmark Þróttar kom í blálok leiksins. Lokatölur urðu 4-4. Þessi fjögur mörk eru einnig þau einu sem FH-ingar hafa fengið á sig í mótinu til þessa. Markatala liðsins í hinum fimm leikjum liðsins er 13-0 en þeir hafa allir unnist. Keflavík tapaði einnig einu stigum sínum á mótinu til þessa gegn Þrótti sem unnu Keflvíkinga í fimmtu umferð mótsins, 3-2. Þetta var fyrsti sigur Þróttara í deildinni. Öflugur heimavöllur Þrjú lið hafa unnið alla sína heimaleiki til þessa. Auk toppliðanna tveggja hafa Valsmenn unnið sína þrjá heimaleiki, þar af tvo á nýja Vodafone-vellinum. Öll hin liðin níu í deildinni hafa tapað minnst einum leik á heimavelli. Munurinn á toppliðunum annars vegar og Val hins vegar er að Valsmönnum hefur gengið skelfilega á útivelli. Þeir hafa tapað öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Tvö lið, Breiðablik og Grindavík, eiga enn eftir að vinna leik á heimavelli á leiktíðinni. Varnar- og sóknarbolti FH og Keflavík eru í sérflokki hvað varðar skoruð mörk. Keflvíkingar hafa skorað flest mörkin, átján talsins, og FH-ingar sautján. Það er sex mörkum meira en næsta lið á eftir. En liðin hafa þó farið öðru vísi að í sigurleikjum sínum. FH-ingar hafa haldið hreinu í fimm leikjum sínum af sex en Keflvíkingar hafa hins vegar aldrei haldið hreinu í sínum leikjum. En þökk sé miklum sóknarþunga Keflvíkinga hefur það ekki komið þeim alvarlega í koll. Hins vegar hefur frammistaða FH-inga ef til vill gefið til kynna að þeir séu ekki eins líklegir til að misstíga sig í næstu umferðum og Keflvíkingar. Það er stundum sagt að vörnin vinni titilana og mun það ef til vill reynast stærsti munurinn á liðunum ef FH og Keflavík halda yfirburðum sínum í deildinni. FH er með þrettán mörk í plús og Keflavík með sjö. Næstir koma Framarar með tvö mörk í plús en þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk til þessa, rétt eins og FH-ingar. Munurinn er hins vegar sá að Fram hefur aðeins náð að skora sex mörk. Neikvætt markahlutfall Auk FH, Keflavíkur og Fram er Fjölnir eina liðið sem er með jákvætt markahlutfall af liðunum tólf í deildinni. Öll hin liðin átta hafa þar að auki fengið á sig minnst tíu mörk hvert. Keflvíkingar hafa þar að auki fengið á sig ellefu mörk. Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir Val, Fylki og Breiðablik sem fengu fá mörk á sig á mótinu í fyrra. Valur og Breiðablik fengu 20 mörk á sig í fyrra og Fylkir átján. Nóg eftir Það skal þó skýrt tekið fram að nú er aðeins rúmum fjórðungi mótsins lokið og því nóg eftir. Línurnar eiga án vafa eftir að skýrast frekar en aðeins eitt stig skilur að liðin í þriðja og áttunda sæti. Mótið hefur fyrst og fremst verið stórskemmtilegt fyrir áhorfendur í sumar en mikið hefur verið skorað og einnig nóg af rauðum spjöldum og vítaspyrnudómum. Deildin hefur af því leyti til farið vel af stað og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni. FH-ingar eru í efsta sæti deildarinnar með sextán stig og Keflavík í öðru sæti með fimmtán. Næstu lið koma sex stigum á eftir Keflvíkingum og því ljóst að þessi tvö lið verða á toppi deildarinnar í næstu tveimur umferðum, að minnst kosti. Það er nánast sama hvar er komið niður, þessi tvö lið bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. Þróttarar erfiðir toppliðunum Bæði lið hafa unnið fimm af sínum sex leikjum til þessa en FH-ingar eru enn taplausir og gert eitt jafntefli. Það kom í æsispennandi leik gegn Þrótti þar sem jöfnunarmark Þróttar kom í blálok leiksins. Lokatölur urðu 4-4. Þessi fjögur mörk eru einnig þau einu sem FH-ingar hafa fengið á sig í mótinu til þessa. Markatala liðsins í hinum fimm leikjum liðsins er 13-0 en þeir hafa allir unnist. Keflavík tapaði einnig einu stigum sínum á mótinu til þessa gegn Þrótti sem unnu Keflvíkinga í fimmtu umferð mótsins, 3-2. Þetta var fyrsti sigur Þróttara í deildinni. Öflugur heimavöllur Þrjú lið hafa unnið alla sína heimaleiki til þessa. Auk toppliðanna tveggja hafa Valsmenn unnið sína þrjá heimaleiki, þar af tvo á nýja Vodafone-vellinum. Öll hin liðin níu í deildinni hafa tapað minnst einum leik á heimavelli. Munurinn á toppliðunum annars vegar og Val hins vegar er að Valsmönnum hefur gengið skelfilega á útivelli. Þeir hafa tapað öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Tvö lið, Breiðablik og Grindavík, eiga enn eftir að vinna leik á heimavelli á leiktíðinni. Varnar- og sóknarbolti FH og Keflavík eru í sérflokki hvað varðar skoruð mörk. Keflvíkingar hafa skorað flest mörkin, átján talsins, og FH-ingar sautján. Það er sex mörkum meira en næsta lið á eftir. En liðin hafa þó farið öðru vísi að í sigurleikjum sínum. FH-ingar hafa haldið hreinu í fimm leikjum sínum af sex en Keflvíkingar hafa hins vegar aldrei haldið hreinu í sínum leikjum. En þökk sé miklum sóknarþunga Keflvíkinga hefur það ekki komið þeim alvarlega í koll. Hins vegar hefur frammistaða FH-inga ef til vill gefið til kynna að þeir séu ekki eins líklegir til að misstíga sig í næstu umferðum og Keflvíkingar. Það er stundum sagt að vörnin vinni titilana og mun það ef til vill reynast stærsti munurinn á liðunum ef FH og Keflavík halda yfirburðum sínum í deildinni. FH er með þrettán mörk í plús og Keflavík með sjö. Næstir koma Framarar með tvö mörk í plús en þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk til þessa, rétt eins og FH-ingar. Munurinn er hins vegar sá að Fram hefur aðeins náð að skora sex mörk. Neikvætt markahlutfall Auk FH, Keflavíkur og Fram er Fjölnir eina liðið sem er með jákvætt markahlutfall af liðunum tólf í deildinni. Öll hin liðin átta hafa þar að auki fengið á sig minnst tíu mörk hvert. Keflvíkingar hafa þar að auki fengið á sig ellefu mörk. Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir Val, Fylki og Breiðablik sem fengu fá mörk á sig á mótinu í fyrra. Valur og Breiðablik fengu 20 mörk á sig í fyrra og Fylkir átján. Nóg eftir Það skal þó skýrt tekið fram að nú er aðeins rúmum fjórðungi mótsins lokið og því nóg eftir. Línurnar eiga án vafa eftir að skýrast frekar en aðeins eitt stig skilur að liðin í þriðja og áttunda sæti. Mótið hefur fyrst og fremst verið stórskemmtilegt fyrir áhorfendur í sumar en mikið hefur verið skorað og einnig nóg af rauðum spjöldum og vítaspyrnudómum. Deildin hefur af því leyti til farið vel af stað og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira