Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Reykjavíkur-Víkingar unnu fyrsta sigurinn sinn í sumar

Reykjavíkur-Víkingar unnu í kvöld sinn fyrsta leik sinn í 1. deild karla undir stjórn Leifs Garðarssonar sem tók við liðinu fyrir tímabilið. Víkingur hafði aðeins náði í eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum sínum en vann nú 2-1 sigur á Þór Akureyri í Víkinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steinþór: Urðum bara betri manni færri

Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik þegar Stjörnumenn unnu 2-1 sigur á Fylki í kvöld. Steinþór skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara auk þess að skapa mikinn usla í vörn Fylkis allan leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Þetta eru blendnar tilfinningar

Það var bjart yfir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna gegn Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Tilfinningarnar voru engu að síður blendnar þar sem tveir lykilmenn Eyjamanna fengu að líta rauða spjaldið í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Luca Kostic: Draumaúrslit

„Þetta eru algjör draumaúrslit fyrir okkur. Fyrir leikinn voru margir leikmenn tæpir hjá mér en það gerir þennan sigur enn sætari," sagði Luka Kostic, þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn á Þrótti í kvöld 2-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Klassa leikur í Kópavoginum

Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Eyjamenn með seiglusigur í Grafarvogi

Fyrir leikinn í kvöld voru Fjölnismenn í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig en gestir þeirra, ÍBV, í því tólfta og neðsta án stiga. Eyjamönnum hafði ekki enn tekist að skora í deildinni og því orðnir óþreyjufullir eftir marki og stigum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Handbragð Loga er komið á KR

"Þetta verður erfitt verkefni í kvöld, það er ekki nokkur spurning. KR hefur byrjað vel með þremur sigrum í fjórum leikjum, öfugt við í fyrra þegar þeir voru með þrjú stig eftir fjóra leiki." sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í stórleik kvöldsins gegn KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi: Erum ekki að fara að berjast við drauga

"Við erum að fara að etja kappi við eitt besta knattspyrnulið landsins og ætlum að reyna að halda sögunni aðeins til hliðar," sagði Logi Ólafsson þjálfari KR í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn FH í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum

Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki.

Íslenski boltinn