Íslenski boltinn

Tveir Þróttarar í bann

Úr leik KR og Þróttar í síðustu viku
Úr leik KR og Þróttar í síðustu viku

Aganefnd KSÍ kom saman í dag og voru fjórir leikmenn í Pepsi deild karla úrskurðaðir í eins leiks bann.

Þeir Hjörtur Hjartarson og Andrés Vilhjálmsson hjá Þrótti fá eins leiks bann vegna brottvísana í leik Þróttar og Fjölnis um helgina.

Jón Gunnar Eysteinsson hjá Keflavík og Bjarni Þórður Halldórsson hjá Stjörnunni fá einnig eins leiks bann fyrir brottvísun.

Í Pepsi deild kvenna fær Embla Grétarsdóttir hjá Val eins leiks bann vegna brottvísunar í leik Vals og GRV.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×