Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Kristján Guðmundsson: Lasse kom okkur aftur inn í þetta

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er eini þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hefur náð að stoppa Íslandsmeistarana í FH. Keflavík tryggði sér 2-2 jafntefli á móti FH í Kaplakrika í dag og hefur því tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti FH í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hrakfarir Skagamanna halda áfram - Þór vann á Akranesi

Þór vann 2-1 sigur á ÍA í 1. deild karla í dag. Þetta var þriðja tap Skagamanna í röð og annað tapað liðsins á heimavelli á fjórum dögum. Tap Skagamanna og sigur Aftureldingar á Fjarðabyggð í dag þýða að ÍA-liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðbjörg verður í markinu á móti Dönum á morgun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolti, tilkynnir ekki byrjunarlið sitt í æfingaleik á móti Dönum fyrr en í kvöld en þjóðirnar mætast á Englandi á morgun. Það er löngu ákveðið að Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu en Þóra Björg Helgadóttir var í markinu á móti Englandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu FH í Pepsi-deildinni

Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í dag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrikanum. Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík stig með marki á 89. mínútu leiksins eftir sendingu Símuns Samuelsen sem var FH-ingum erfiður í dag. Lykilatvik á lokamínútunum var þó þegar Lasse Jörgensen, varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar sem hefði annars komið FH í 3-1 í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Athyglisverð úrslit í 1. deild

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Víkingur Ólafsvík tapaði 1-4 fyrir nöfnum sínum í Víkingi Reykjavík, ÍR vann HK 3-1 og Haukar gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grindavík vill semja við Moen

Grindvíkingar hafa áhuga á að semja við norska sóknarmanninn Tor Erik Moen sem hefur æft með liðinu í vikunni. Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, segir að Moen hafi litið vel út á æfingum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram

Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigur kvennalandsliðsins á Englandi í sögunni

Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur á því enska í Colchester í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 2-0 sigur á níundu bestu knattspyrnuþjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland vinnur England en besti árangurinn fyrir leikinn var eitt jafntefli í níu leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum

Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kvennalandsliðið vann England í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Íslenski boltinn