Umfjöllun: Grindvíkingar fóru á kostum í síðari hálfleik Frábær síðari hálfleikur hjá Grindvíkingum sá til þess að 4-2 sigur vannst gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á Grindavíkurvelli í kvöld en staðan var 0-1 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 00:01
Magnús: Það verður flug á okkur í seinni umferðinni Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík jafntefli á móti FH á Kaplakrikavelli í dag með því að skora jöfnunarmarkið í lok leiksins. Þetta var fjórða mark hans í síðustu fjórum leikjum á móti FH. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 20:00
Davíð Þór: Vorum algjörir klaufar að klára þetta ekki Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, átti fínan leik á miðjunni í dag og kom FH-liðinu í gang á ný þegar hann jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 19:22
Kristján Guðmundsson: Lasse kom okkur aftur inn í þetta Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er eini þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hefur náð að stoppa Íslandsmeistarana í FH. Keflavík tryggði sér 2-2 jafntefli á móti FH í Kaplakrika í dag og hefur því tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti FH í sumar. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 19:03
Matthías Vilhjálmsson: Lélegasta víti sem ég hef séð tekið á Íslandi Matthías Vilhjálmsson fékk gullið tækifæri til þess að innsigla sigur FH á Keflavík í Pepsi-deildinni en lét verja frá sér víti í stöðunni 2-1 fyrir FH. Keflavík nýtti sér það og tryggði sér jafntefli í lokin. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 18:41
Hrakfarir Skagamanna halda áfram - Þór vann á Akranesi Þór vann 2-1 sigur á ÍA í 1. deild karla í dag. Þetta var þriðja tap Skagamanna í röð og annað tapað liðsins á heimavelli á fjórum dögum. Tap Skagamanna og sigur Aftureldingar á Fjarðabyggð í dag þýða að ÍA-liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 18:30
KA-menn unnu topplið Selfoss fyrir norðan KA stöðvaði sigurgöngu Selfoss í 1. deild karla með 2-0 sigri í leik liðanna á Akureyrarvellinum í dag. Það voru þeir Bjarni Pálmason og David Disztl sem skoruðu mörk KA. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 16:54
Keflvíkingar yfir í hálfleik á móti Íslandsmeisturunum Keflavík er 1-0 yfir á móti Íslandsmeisturum FH í opnunarleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla. Það var fyrirliði Keflavíkur, Guðjón Árni Antoníusson, sem skoraði eina mark leiksins til þessa með skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 16:51
Guðbjörg verður í markinu á móti Dönum á morgun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolti, tilkynnir ekki byrjunarlið sitt í æfingaleik á móti Dönum fyrr en í kvöld en þjóðirnar mætast á Englandi á morgun. Það er löngu ákveðið að Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu en Þóra Björg Helgadóttir var í markinu á móti Englandi. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 15:30
Umfjöllun: Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu FH í Pepsi-deildinni Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í dag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrikanum. Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík stig með marki á 89. mínútu leiksins eftir sendingu Símuns Samuelsen sem var FH-ingum erfiður í dag. Lykilatvik á lokamínútunum var þó þegar Lasse Jörgensen, varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar sem hefði annars komið FH í 3-1 í leiknum. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 15:00
Síðustu sex leikir FH og Keflavíkur hafa unnist á sigurmarki Það má örugglega búast við jöfnum og spennandi leik milli FH og Keflavíkur í 12. umferð Pepsi-deildar karla á Kaplakrikavellinum klukkan 16.00 í dag. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur unnið FH í sumar og undanfarin þrjú sumur hafa allir leikir liðanna ráðist á einu marki. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 14:30
Aðeins einn Keflvíkingur fæddur þegar þeir unnu síðast í Krikanum Keflvíkingar heimsækja topplið FH-inga í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi-deildar karla á Kaplakrikavellinum klukkan 16.00 í dag. Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í efstu deild í Hafnarfirði síðan að þeir unnu þar 17.maí 1980. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 13:30
Selfyssingar senda beina útvarpslýsingu heim í Ölfusið Selfyssingar eiga möguleika á að ná átta stiga forustu í 1. deild karla með sigri á KA á Akureyrarvelli í dag þar sem hvorki Haukum né HK tókst að vinna sína leiki í dag. Fjarðabyggð getur reyndar komist í annað sætið vinni liðið Aftureldingu á Varmárvelli. Íslenski boltinn 18. júlí 2009 13:15
Athyglisverð úrslit í 1. deild Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Víkingur Ólafsvík tapaði 1-4 fyrir nöfnum sínum í Víkingi Reykjavík, ÍR vann HK 3-1 og Haukar gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 22:52
Grindavík vill semja við Moen Grindvíkingar hafa áhuga á að semja við norska sóknarmanninn Tor Erik Moen sem hefur æft með liðinu í vikunni. Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, segir að Moen hafi litið vel út á æfingum. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 20:00
KR lánar Guðmund Pétursson í Breiðablik KR hefur ákveðið að lána sóknarmanninn Guðmund Pétursson í Breiðablik en hann mun leika með Kópavogsliðinu út tímabilið. Guðmundur kom til KR frá ÍR sumarið 2006 en hefur að mestu verið notaður sem varamaður. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 17:38
Þróttarar búnir missa tvo Hirti Hjartarsyni á tveimur dögum Það er greinilega ekki gott að heita Hjörtur Hjartarson hjá Þrótti þessa daganna ef marka má að tveir sóknarmenn með þessu nafni hafa yfirgefið Laugardalinn í þessarri viku. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 16:30
Þróttur fær breskan sóknarmann frá Færeyjum Þróttur hefur samið við breskan sóknarmann, Sam Malsom, en hann hefur undanfarin tvö ár verið meðal bestu leikmanna B36 í Færeyjum. Malsom er 21. árs og tekur þátt í sinni fyrstu æfingu í kvöld. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 15:48
Arnar orðinn leikmaður Vals - Bjarki líklega eftir helgi Valsmenn hafa sent frá sér fréttatilkynningu en Arnar Gunnlaugsson er orðinn leikmaður liðsins. Bjarki bróðir hans mun svo væntanlega vera orðinn formlega leikmaður Vals eftir helgi. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 15:17
Meiðsli Atla Viðars ekki eins slæm og talið var Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH, meiddist í Evrópuleiknum gegn Aktobe í vikunni. Í fyrstu var talið að hann yrði frá í tvær vikur vegna þessara meiðsla. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 14:36
Margrét Lára var búin að bíða í 521 mínútu eftir marki Margrét Lára Viðarsdóttir var aftur á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Englandi í gær. Þetta var 44. landsliðsmark hennar í 52 leikjum en jafnframt það fyrsta síðan að hún skoraði í sigurleiknum á móti Írlandi 30. október í fyrra. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 14:30
Fjórir íslenskir fulltrúar í nefndum UEFA - Geir í dómaranefnd UEFA Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun þessa mánaðar og skipaði í nefndir á vegum sambandsins og eru fjórir Íslendingar nú í nefndum Knattspyrnusambandsins Evrópu. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 13:45
Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 11:47
Fyrsti sigur kvennalandsliðsins á Englandi í sögunni Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur á því enska í Colchester í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 2-0 sigur á níundu bestu knattspyrnuþjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland vinnur England en besti árangurinn fyrir leikinn var eitt jafntefli í níu leikjum. Íslenski boltinn 17. júlí 2009 10:00
Baldur: Leikskipulagið gekk frábærlega upp Mývetningurinn Baldur Sigurðsson skoraði fyrra mark KR í 2-0 sigrinum á Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 22:31
Björgólfur: Allir voru að skila sínu Framherjinn Björgólfur Takefusa átti frábæra innkomu í 2-0 sigri KR gegn Larissa í kvöld og skoraði seinna mark Vesturbæinga í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 22:30
Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 22:00
Sigurður Ragnar: Erum lið sem erfitt er að vinna Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á því enska í æfingaleik sem fram fór í Colchester á Englandi. Ísland vann 2-0 með mörkum frá Hólmfríði Magnúsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 21:58
Kvennalandsliðið vann England í kvöld Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 21:00
Arnar og Bjarki skrifa undir við Val á morgun Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifa undir samninga við Val á morgun. Í gær var tilkynnt að þeir væru hættir sem spilandi þjálfarar 1. deildarliðs ÍA. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 20:24