Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þorvaldur: Ætlum okkur fjórða sætið

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sagði ekki hafa verið erfitt að halda mönnum á jörðinni, eftir frækin sigur á KR, 1-0, í undanúrslitum VISA-bikarsins um helgina, fyrir leikinn gegn Fjölni í kvöld sem Fram vann, 3-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Eðvaldsson: Gátum ekki komið til baka fyrir nokkrum vikum

„Við segjum að þetta hafi verið pottþétt víti af því að Marel var haldið en Stjörnumenn segja að þetta hafi verið gefið. Það eru búin að vera hundrað svona víti dæmd og í 500 skipti hefur þeim verið sleppt," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals eftir 3-3 jafntefli við Stjörnuna í dag en Valsliðið skoraði jöfnunarmarkið úr umdeildri vítaspyrnur á 88. mínúu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Erum minnugir þess sem gerðist í fyrra

„Það er hægt að segja það að þetta hafi verið verðskuldað," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 5-0 sigur Hafnarfjarðarliðsins á ÍBV í dag. Tryggvi bar fyrirliðabandið í leiknum þar sem Davíð Þór Viðarsson tók út leikbann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aðeins eitt félag hefur tapað þrjú ár í röð í undanúrslitum bikarsins

Breiðablik mætir Keflavík í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag og reynir þar að enda átta leikja taphrinu félagsins í undanúrslitum bikarsins. Blikar hafa meðal annars tapað í undanúrslitum undanfarin tvö ár en aðeins eitt félag hefur þurft að sætta sig við að tapa undanúrslitaleik þrjú ár í röð. Það var lið Keflavíkur á árunum 1961-63.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara

Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms.

Íslenski boltinn