Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grindvík fjarlægist fallsætið

Grindavík vann dramatískan sigur á nágrönum sínum í Keflavík í kvöld, 2-1, með marki mínútu fyrir leikslok. Keflavík situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í seinni hálfleik en Grindavík skoraði úr eina skoti sínu í hálfleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jesper Holdt Jensen frá út leiktíðina

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaður Stjörnunnar, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óttast er að Jesper sé með slitið krossband en hann var borinn af velli í 5-1 sigri Stjörnunnar á Þór síðastliðinn sunnudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tekst Þór að spilla gleðisumri KR?

Nýliðar Þórs og Íslandsmeistaraefnin í KR mætast í úrslitum Valitor-bikars karla á Laugardalsvelli í dag. Þórsarar geta skráð nafn sitt á bikarinn í fyrsta sinn en KR-ingar eru öllu vanir þegar kemur að bikarnum.

Íslenski boltinn