Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Viðskipti innlent 28. maí 2019 14:30
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. Viðskipti innlent 28. maí 2019 08:53
„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. Viðskipti innlent 24. maí 2019 20:44
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 24. maí 2019 17:52
Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní Bandaríks flugmálayfirvöld virðast nálgast það að gefa 737 Max-þotunum grænt ljós. Viðskipti erlent 24. maí 2019 15:45
Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Flugáætlun Icelandair hefur verið uppfærð í samræmi við það. Viðskipti innlent 23. maí 2019 18:38
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. Viðskipti innlent 22. maí 2019 13:25
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. Viðskipti innlent 22. maí 2019 10:40
Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Viðskipti innlent 22. maí 2019 06:00
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Viðskipti innlent 17. maí 2019 18:45
Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Innlent 15. maí 2019 15:11
Gefur út bók um gjaldþrot WOW air Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall. Viðskipti innlent 15. maí 2019 07:15
Þriðjungur atvinnulausra erlendir ríkisborgarar Að jafnaði voru 6.803 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl og fjölgaði þeim um 841 frá mars. Viðskipti innlent 14. maí 2019 14:25
Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúmlega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flugfélagsins WOW air. Viðskipti innlent 14. maí 2019 06:30
Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. Innlent 13. maí 2019 17:00
Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9. maí 2019 18:31
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. Viðskipti innlent 9. maí 2019 16:05
Gætu átt von á ógreiddum launum í júlí Starfsmenn WOW Air sem misstu vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins gæti átt von á því að fá greitt úr ábyrgðasjóði launa í júlí. Innlent 9. maí 2019 10:45
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Viðskipti innlent 8. maí 2019 23:00
Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Viðskipti innlent 8. maí 2019 20:42
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Viðskipti innlent 8. maí 2019 10:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Viðskipti innlent 8. maí 2019 07:59
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. Innlent 6. maí 2019 20:00
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. Viðskipti innlent 6. maí 2019 13:45
Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. Viðskipti innlent 6. maí 2019 12:00
Vill skipta ábata hagræðingar milli starfsmanna og félagsins Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Viðskipti innlent 6. maí 2019 12:00
Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins. Innlent 4. maí 2019 18:45
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Viðskipti innlent 4. maí 2019 14:25
Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Innlent 4. maí 2019 14:05
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 3. maí 2019 23:03
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent