Viðskipti erlent

Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní

Kjartan Kjartansson skrifar
Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars.
Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/EPA

Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu.

Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir.

Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu.

Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters.

Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna.

Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.