Viðskipti erlent

Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní

Kjartan Kjartansson skrifar
Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars.
Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/EPA
Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu.Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir.Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu.Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters.Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna.Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.