Viðskipti innlent

Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fyrsti mánuður eftir WOW sýnir farþegafækkun.
Fyrsti mánuður eftir WOW sýnir farþegafækkun. Fréttablaðið/Anton Brink

Far­þegum á Kefla­víkur­flug­velli fækkaði um rúm­lega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flug­fé­lagsins WOW air. Sem kunnugt er varð félagið gjaldþrota í lok mars. Þá fækkaði jafn­framt skiptifar­þegum um helming að því er fram kemur í skýrslu Isavia um mánaðar­lega um­ferð far­þega um völlinn.

Þannig fóru 474.519 far­þegar um völlinn í apríl en þeir voru 659.973 í apríl í fyrra. Er fækkunin rakin til færri skiptifar­þega, sem voru 119 þúsund í apríl en þeir voru 253 þúsund á sama tíma í fyrra og er fækkunin 52 prósent. Þá fækkaði komu- og brott­far­ar­far­þegum um 10,4 prósent.

Far­þegum sem fóru um völlinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins fækkaði sömu­leiðis um 300 þúsund frá sama tíma­bili í fyrra. Eru helstu á­stæður fækkunar far­þega meðal annars raktar til þess að meiri­hluti far­þega með WOW air hafi verið skiptifar­þegar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.