Vill skipta ábata hagræðingar milli starfsmanna og félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali eftir fjárfestafundinn í morgun þar sem uppgjörið var kynnt. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Icelandair ræddu afkomuna á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun en félagið tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða sem nemur 74 milljónum króna á dag. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að fyrsti fjórðungur ársins sé yfirleitt í tapi hjá Icelandair og mörgum öðrum flugfélögum en aðrir fjórðungar séu sterkari. „Uppgjörið var í takt við væntingar. En við vorum ekki ánægðir með uppgjörið. Það er ekki ásættanlegt og við viljum og þurfum að gera miklu betur og þar verðum við að horfa á alla kostnaðarliði,“ sagði Bogi og var sérstaklega spurður um launakostnað. „Eins og uppgjörið ber með sér þá er launakostnaður í rauninni hár hjá félaginu og þar verðum við að vinna í hlutunum og vinna með okkar starfsfólki.“ -Þýðir það að þið munið hreinlega fara fram á launalækkanir í kjarasamningum? „Ég held að það sé ekki málið. Tækifærin sem við horfum í rauninni á er að finna tækifæri til hagræðingar sem við getum skipt á milli starfsmanna og félagsins. Það er svona það sem við erum að vinna að,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. 4. maí 2019 14:25
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44