Viðskipti innlent

Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni

Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.
Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir
Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Lögmenn ALC óskuð eftir því að málið yrði tekið fyrir strax en dómari hafnaði því. ALC gerir kröfu um það að ISAVIA afhendi farþegaþotu fyrirtækisins sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air. Vísar ALC til þess búið sé að greiða 87 milljóna króna skuld vegna þotunnar.

Upplýsingafulltrúi Isavia sagði í dag að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýtti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.

ALC og Isavia hafa að undanförnu tekist á fyrir dómstólum vegna kyrrsetningar á flugvél ALC sem WOW aur hafði á leigu. Isavia og WOW air gerðu með sér samkomulag um að ávallt yrði ein vél úr flota flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldum WOW air við Isavia sem safnast höfðu upp.


Tengdar fréttir

Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia

Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×