Viðskipti innlent

Þriðjungur atvinnulausra erlendir ríkisborgarar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Atvinnuleysið í apríl var mest á Suðurnesjum.
Atvinnuleysið í apríl var mest á Suðurnesjum. fbl/stefán

Að jafnaði voru 6.803 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl og fjölgaði þeim um 841 frá marsmánuði. Þeim hefur hins vegar fjölgað um 2612 frá sama mánuði á síðasta ári. Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði nam því 3,7 prósentum en í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar gætir áhrifa gjaldþrots WOW air verulega í atvinnuleysistölunum.

Atvinnuleysishlutfallið er þó næstum tvöfalt hærra meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi. Alls voru 2.499 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl eða um 34 prósent allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 7,1 prósent atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. 

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi muni minnka í maí, ekki síst vegna áhrifa árstíðarsveiflu og verði á bilinu 3,4 til 3,6 prósent.

Í greiningu stofnunarinnar kemur jafnframt fram að atvinnuleysið hafi verið mest á Suðurnesjum, eða 6,4 prósent, og jókst það um 1 prósent frá fyrri mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuleysið 3,9 prósent og jókst um 0,6 prósentustig.

Þá fjölgaði atvinnulausum í öllum atvinnugreinum á milli aprílmánaðanna 2018 og 2019. Mest var fjölgunin í ýmsri sérhæfðri þjónustu og er þar einkum um að ræða sérhæfða ferðatengda þjónustustarfsemi, og svo í flutningastarfsemi, sem endurspeglar gjaldþrot WOW og fækkun tengdra starfa. Minnsta aukning atvinnulausra var í störfum tengdum landbúnaði og fiskveiðum sem og í opinberri þjónustu.

Mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn má nálgast hér.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.